Ljótur
Ljótur kemur fram í Mengi fimmtudagskvöldið 3. ágúst klukkan 21.
Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að kaupa miða við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net
ENGLISH BELOW
Ljótur er listamannsnafn Arnljóts Sigurðssonar (Arnljótur), sem hefur verið iðinn við kolann í tónlistarsenu Reykjavíkur um árabil og hefur komið fram með ýmiss konar tónlistarverkefnum í óramörgum formum Hann er meðlimur í hljómsveitunum Konsulat, Rafiðn og Ojba Rasta en hann leggur öðrum tónlistarmönnum einnig lið á ýmis hljóðfæri, sé það með russian.girls, Skúla Sverrissyni, Teiti Magnússyn, SJS Big Band o.fl. Auðfundinn er hann í plötuþeytingum á skemmtistöðum sem hliðarsjálfið Krystal Carma.
Þegar Ljótur fór að stunda myndlist opnaðist samtímis gátt inn í heim raftónlistarinnar, þar sem hann fann frelsi til að vera eigin herra í tónlistinni. Undir sínu eigin nafni hefur hann gefið út plöturnar Listauki (2008), Línur (2014), Til Einskis (2015) og Úð (2015). Ljótur maríneraði sig í þýskri raftónlist þeirra Kraftwerk, Cluster og Tangerine Dream en auk þess má heyra innblástur frá íslensku hljómsveitunum Inferno 5 og Evil Madness. Á þessum tónleikum mun Ljótur spila nýja raftónlist. Annars vegar taktvissa og glettna og hins vegar dulúðarfulla og geggjaða.
https://soundcloud.com/ljotur
arnljotur.bandcamp.com
∞∞∞∞
A concert with musician Ljótur (Arnljótur) at Mengi on Thursday, August 3rd at 9pm.
Ljótur is the solo musical outlet of Arnljótur Sigurðsson, a musician working and residing in Reykjavík for many a year. He is a member of the bands Konsulat, Rafiðn and Ojba Rasta, as well as doing sessions around town with various music projects (Skúli Sverrisson, Teitur Magnússon, SJS Big Band e.g.). It is easy to find him jockeying discs as Krystal Carma out and about in the "city of fear".
As Ljótur started doing visual arts his music nerve led him to work in the field of electronic music where he could find the spirit to work independently and has since released the albums Listauki (2008), Línur (2014), Til Einskis (2015) and Úð (2015). Ljótur ransacked the electronic music of 70's Germany and drew a whole lotta love and influence from the "kosmische" music and kraut-electronica of Kraftwerk, Cluster and Tangerine Dream a.o.
Inspired by Icelandic bands Evil Madness and Inferno 5 to name locals (and locos).In this concert Arnljótur will give you a ride through his new territory of sounds, as well as playing things from his past but still being present. Some of it may sound rhythmic and looney, some may sound mysterious and crazy.
House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2000 isk - at the door or through @booking@mengi.net.
https://soundcloud.com/ljotur
arnljotur.bandcamp.com