Konsulat - Útgáfutónleikar í MENGI
Hljómsveitin Konsulat fagnar útgáfu nýrrar hljómplötu sinnar Kolaport með tónleikum í Mengi, fimmtudaginn 9. ágúst. Konsulat hefur áður gefið út breiðskífurnar Invaders og Vitaminkur auk stuttskífanna Ormhole og Teque Etiquette. Hljómplatan Kolaport inniheldur fimm ný lög og hægt verður að kaupa plötuna á staðnum. Konsulat samanstendur af þeim Þórði Grímssyni og Arnljóti Sigurðssyni en á tónleikunum munu þeir njóta liðsinnis góðra gesta (nánar tilkynnt síðar).
Húsið opnar kl. 20:30
Miðaverð 2.000 krónur
Tónleikar hefjast 21:00