05yellow.jpg

The Yellow Experience / Berglind & Rúnar

ENGLISH BELOW

Listateymið Berglind og Rúnar (einnig og áður þekkt sem 1224) kynnir með stolti: A Study of International Objects no. 34: The Yellow Experience / Kvöldstund með gulum.

Hefst klukkan 19:30. Húsið verður opnað klukkan 19.

Miðar á 2000 krónur í gegnum booking@mengi.net eða við hurð.

Miðaverð fyrir nemendur er 1600 krónur.

Við viljum bjóða gestum og gangandi að eyða með okkur kvöldstund í Mengi. Viðfangsefni okkar verður liturinn gulur. Saman kryfjum við og skoðum áhrif hans og orðspor í gegnum samtal, kræsingar, gjörðir, myndskeið og höggmyndir og leyfum áhorfendum að njóta allra þeirra blæbrigða og tilfinninga sem gulur hefur upp á að bjóða. Viðburðurinn spilar á sem flest skilningarvit og fjallar um heima og geima en þó alltaf með gulan að leiðarljósi.

Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson (f.1989) og Berglind Erna Tryggvadóttir (f.1993) útskrifuðust bæði með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2016. Síðan þá hafa þau sýnt saman og í sitthvoru lagi víðsvegar um heiminn. Þau sýndu meðal annars verkið A Study of International Objects no. 7: Show and Tell í Cabaret Voltaire, Zurich, Sviss árið 2016 og verkið A Study of International Objects no. 12: Crepes as Movement í Kling & Bang , Marshallhúsinu, árið 2017.

∞∞∞∞∞∞

Visual artists Berglind & Rúnar (previously known as 1224) proudly present:

A Study of International Objects no. 34: The Yellow Experience

Guests will be offered to dive into the dissection and discovery of the colour yellow through discourse, food, performance, video, sculptures and such.

At Mengi on Wednesday, August 9th at 7:30 pm. House opens at 7pm. Tickets (2000 isk) at the door or through booking@mengi.net

Tickets for students: 1600 isk.