WikiHow to start a punk band
Dansarinn og danshöfundurinn Gígja Jónsdóttir ætlar að stofna pönkhljómsveit í Mengi fimmtudagskvöldið 10. ágúst 2017 klukkan 21 frammi fyrir áhorfendum. Húsið verður opnað klukkan 20:30 og miðaverð er 2000 krónur. Miða er hægt að nálgast við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net
ENGLISH BELOW
„Mamma sagði mér að ég gæti orðið allt sem ég óskaði mér þegar ég yrði stór.“
"Wikihow to start a punk band" er þriðji hluti gjörningaraðarinnar WikiHow Series sem Gígja Jónsdóttir hóf að vinna að haustið 2016. Í gjörningnum mun Gígja fylgja leiðbeiningum af vefsíðunni wikihow.com í því skyni að stofna pönkhljómsveit frammi fyrir áhorfendum en í gjörningaröðinni WikiHow hyggst hún láta alla sína drauma rætast með aðstoð vefsíðunnar góðu þar sem hver sem er á að gæta lært hvað sem er. Í eldri verkum seríunnar hefur Gígja lært að verða fræg á félagsmiðlinum Instagram (WikiHow to become Instagram famous) og setja upp listasýningu (WikiHow to Set Up An Art Exhibtion).
Gígja Jónsdóttir útskrifaðist af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Hún stundar nú mastersnám í myndlist við San Francisco Art Institute.
http://www.gigjajonsdottir.com/
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.
˘˘˘˘˘˘˘˘˘˘˘˘˘˘˘˘
Performance by dancer and choreographer Gígja Jónsdóttir where she forms a punk band in front of an audience.
Starts at 9pm; house opens at 8:30 pm.
Tickets (2000 isk) through booking@mengi.net or at the door.
Wikihow Series is a project that Gígja started in 2016 where she intends to make all her dreams come true through the wikihow.com webpage where anybody is supposed to be able to learn anything.
In "WikiHow to Start a Punk Band" Gígja will follow instructions from the Wikihow webpage in order to form a punk band in front of an audience. Earlier performances are "Wikihow to Become Instagram Famous" and "WikiHow to Set Up An Art Exhibition". The performance comprises both improvisation and elements decided beforehand.
Gígja graduated from the Contemporary Dance Department of the Iceland Arts Academy in 2013. She is doing her masters studies in visual arts at the San Francisco Art Institute.
http://www.gigjajonsdottir.com/
The project is funded by Reykjavík city.