Já / Hafdís Bjarnadóttir í Mengi
ENGLISH BELOW
Tónskáldið og rafgítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir býður upp á plötuhlustunarviðburð í Mengi á fertugsafmælisdeginum sínum. Hlustað verður á plötuna Já, sem verður enn óútkomin þegar viðburðurinn fer fram. Platan, sem kemur út í haust, er sú þriðja og síðasta í trílógíunni Nú - Jæja - Já. Líkt og á fyrri plötunum tveimur fer Hafdís vítt og breytt í tónsköpun sinni og blandar saman ólíkum stílum og hljóðfærum. Boðið verður upp á léttar veitingar, auk þess sem drykkir verða á sérstöku tilboði.
Úr gagnrýni um Nú:
“Öll skil á milli há- og lágmenningar, sí- og núgildrar tónlistar eru látin lönd og leið, stefnum er hrært saman blygðunarlaust og öllum skilgreiningum gefið langt nef. (…) Ég hlýt nú samt að mega gera tilraun til að lýsa því sem fram fer á diskinum, líkt og Hafdís gerir tilraunir með sinn efnivið. Hvað segið þið um djass-skotið sýrupopp með endurreisnarblæ og rokkaðri melódíu? Eða tilraunakennt rokkpopp, undir áhrifum frá Beefheart og Zappa, en þó gætt útvarpsvænum eiginleikum með viðkomu í djassi og nútímatónlist? Eða kannski kammer-pönk með djæf-ívafi? Eða…” - Arnar Eggert Thoroddsen fyrir Morgunblaðið, desember 2002
www.hafdisbjarnadottir.com
∞∞∞∞∞
Composer and electric guitarist Hafdís Bjarnadóttir invites you to an album listening event at Mengi on her 40th birthday. The album is her upcoming Já, which will still be unreleased at the time of the event. Já is due for release this autumn and will complete the trilogy Nú - Jæja - Já. Like her previous albums, Já promises to be a miscellany of styles and instruments from different traditions. There will be light refreshments and attractively priced beverages on offer.
From a review of Nú:
"All distinction between high and low art, including between classical and contemporary music, is thrown out the window. Styles are mixed unabashedly and definitions completely ignored. (...) The songs are hard to fit into categories. (...) How about jazz-influenced acid pop with a tinge of classical Renaissance music and rock melodies? Or experimental rock/pop influenced by Beefheart and Zappa, still remaining radio-friendly, with a nod to jazz and modern classical music? Or perhaps chamber punk with a touch of jive? Or..." - Arnar Eggert Thoroddsen, Icelandic daily newspaper Morgunbladid, December 2002
www.hafdisbjarnadottir.com