Stranded /// CeaseTone
CeaseTone ásamt strengjakvartett í Mengi laugardagskvöldið 26. ágúst klukkan 21 í tilefni útgáfu smáskífunnar Stranded.
Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2500 krónur - miða er hægt að kaupa við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net
ENGLISH BELOW
Að baki CeaseTone stendur tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þráinsson en hefur síðan stækkað og breyst þar sem hann fær til liðs við sig fleiri tónlistarmenn úr ýmsum áttum. Fyrsta plata Ceasetone, "Two Strangers" , sem kom út árið 2016, hlaut frábærar viðtökur, þar á meðal tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna hið sama ár. Hér renna saman í mögnuðum hljóðheimi kröftugt indí-rokk, taktföst raftónlist og klassískir undirtónar. Á nýrri smáskífu gegna strengir veigamiklu hlutverki auk hins elektróníska hljóðheims. Af því tilefni mun CeaseTone (Hafsteinn Þráinsson) flytja lög af glænýrri smáskífu ásamt órafmögnuðum strengjakvartett auk þess sem eldri lög CeaseTone hljóma einnig í nýjum og lágstemmdum útsetningum.
Strengjakvartett skipa fiðluleikararnir Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Margrét Soffía Einarsdóttir, Eydís Ýr Rósenkjær á víólu og sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir.
“They’re Icelandic purveyors of solemn, intense shoegaze with a string quartet, suggesting a new genre – chamber post-rock” – The Guardian
http://www.ceasetone.com/
∞∞∞∞
CeaseTone introduces you to it's brand new EP, "Stranded" in Mengi! On Saturday August 26th at 9pm.
House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2500 isk - at the door or through booking@mengi.net
∞∞∞
CeaseTone plays with genres! Started out 2012 as an Icelandic solo project by Hafsteinn Þráinsson, the band has stretched in size and genres since. The acoustic folksy-roots have been mixed with electronic beats, atmospheric strings, powerful indie rock and become what it is today. Their debut album “Two Strangers” has been well received and was nominated for the Icelandic Music Awards in 2016.
CeaseTone's new EP, "Stranded" is a throwback to the acoustic roots but with the addition of electronics and diversity that Ceasetone along with being heavily supported by string quartet arrangements.
At this night, CeaseTone will introduce you to this brand new EP in acoustic setting accompanied by a string quartet along with exploring some of the older songs in a new arrangement.
String quartet: Violinists Sigrun Kristbjorg Jonsdottir and Margret Soffía Einarsdottir, Eydis Yr Rosenkjær violist and cellist Thordis Gerdur Jonsdottir.
“They’re Icelandic purveyors of solemn, intense shoegaze with a string quartet, suggesting a new genre – chamber post-rock” – The Guardian
http://www.ceasetone.com/