Sölvi / Mark / Felix / Maggi + gestir í Mengi
Sölvi Kolbeinsson (Ísland) - saxófónn
Mark Pringle (England) - píanó
Felix Henkelhausen (Þýskaland) - bassi
Magnús Trygvason Elíassen (Ísland) - trommur
Sölvi kynntist enska píanóleikaranum Mark Pringle og þýska bassaleikaranum Felix Henkelhausen í Jazz-Institut Berlin eftir að hann hóf nám þar haustið 2015. Allt frá því hafa þeir unnið mikið saman í fjölbreyttum verkefnum. Sölvi og Felix spila saman í hljómsveitinni Volcano Bjorn sem hefur haldið fjölda tónleika í Þýskalandi auk þess að koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sumarið 2017. Sölvi og Mark hafa komið fram sem dúó, með kvintett Mark Pringle og kvintett Felix Henkelhausen í Berlín auk þess að hafa spilað saman í Finnlandi með kvartett enska bassaleikarans Hayden Prosser, Tether. Sölvi og Magnús kynntust í íslensku tónlistarsenunni og hafa unnið mikið saman síðustu ár. Þeir byrjuðu að spila saman sem dúó árið 2015 og hafa meðal annars haldið fjölda tónleika á tónleikastaðnum Mengi.
Á þessum tónleikum koma þeir fram ásamt gestum úr islensku tónlistarsenunni. Tónlistin verður með frjálsara móti.
Húsið opnar kl. 15:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 - Miðar: 2.000 kr.
----------------------------------------------------------
Sölvi Kolbeinsson (Iceland) - saxophone
Mark Pringle (UK) - piano
Felix Henkelhausen (Germany) - bass
Magnús Trygvason Elíassen (Iceland) - drums
Sölvi met the English pianist Mark Pringle and the German bassist Felix Henkelhausen in Berlin, where he has lived the last 3 years. They have worked a lot together in differnt projects, Sölvi and Felix play together in Volcano Bjorn, they have played numerous concerts in Germany and appeared at the Reykjavík Jazz Festival last summer. Sölvi and Mark have performed together as a duo, with Mark Pringle quintet and Felix Henkelhausen quintet. Sölvi and Magnús met in Iceland and have worked a lot together the last years. They startet to perform as a duo in 2015 and have appeared numerous times at Mengi.
In this concert they will be joined by local musicians. The music will be open.
House opens at 15:30 – Concert starts at 16:00 - Tickets: 2.000 kr.