Lucas Abela / AMFJ / Jóhann Eiríksson
Lucas Abela kemur fram í fyrsta sinn í Mengi laugardagskvöldið 16. september en auk hans koma fram Jóhann Eiríksson (Reptilicus, Gjöll) og AMFJ (Aðalsteinn Jörundsson). Tónleikarnir hefjast klukkan 21, húsið verður opnað klukkan 20:30 og miðaverð er 2000 krónur en hægt er að panta miða í gegnum booking@mengi.net.
Lucas Abela (Justice Yeldham) er án efa einn af sérstæðustu og áhugaverðustu hljóðlistamönnum Ástralíu og hefur um árabtil vakið eftirtekt fyrir afar grípandi gjörninga og hljóðinnsetningar sínar þar sem við sögu koma samúræjasverð, fjarstýringar, kúluspil og glerplötur en hljóðin magnar hann iðulega upp með snertihljóðnemum úr ólíkum fyrirbærum. Háskinn er aldrei langt undan í verkum Lucas Abela sem hefur komið fram vítt og breiitt um heiminn, á tónlistarhátíðum á borð við Unsound, Supernormal, CTM og Donau svo fátt eitt sé nefnt. Ekki missa af einstökum tónleikum.
http://dualplover.com/abela/
Jóhann Eiríksson er einn af helstu frumkvöðlum innan íslenskrar raftónlistarsenu og stofnaði ásamt Guðmundi Inga Markússon dúettinn Reptilicus árið 1988 og hefur starfað sleitulaust síðan en sveitin telst til brautryðjenda tilraunakenndrar raftónlistar á Íslandi. Meðal áhrifavalda sveitarinnar má nefna bresku iðnaðarraftónlistina (industrial), þýska krautrokkið og dadahreyfinguna. Jóhann er að auki meðlimur í dúettnum Gjöll ásamt Sigurði Harðarsyni (Sigga pönk) sem hefur verið starfandi frá árinu 2006 og sent frá sér fjölmargar plötur. Jóhann kemur fram einn síns liðs á á tónleikum í Mengi næsta laugardagskvöld.
johanneiriksson.com
Ratónlistarmaðurinn AMFJ hefur verið virkur innan íslenskrar raftónlistarsenu frá árinu 2008. Hann sendi frá sér kasettuna Itemhljóð & Veinan árið 2009 sem tónlistargagnrýnendur tímaritsins Grapevine töldu til merkustu útgáfa þess árs. Tveimur árum síðar kom út geisladiskurinn Bæn og síðan hafa fylgt í kjölfarið plötur, kasettur og safnplötur auk fjölbreytts tónleikahalds. AMFJ sækir innblástur víða og meðal annars til íslenskrar samtíðar, dauðarokks og þjóðsagna.
https://soundcloud.com/amfj
http://icelandmusic.is/all-artists/amfj/
∞∞∞∞∞∞∞
A concert with Lucas Abela (AU), AMFJ (IS) & Jóhann Eiríksson (Reptilicus & Gjöll) (IS).
Starts at 9pm, house opens at 8:30 pm and tickets (2000 isk) can be ordered through booking@mengi.net
Lucas Abela:
What's been described as "a trumpet player trapped in a two dimensional universe" is in fact the unique work of Lucas Abela, a maverick musician with an unhealthy obsession with sheets of broken glass. Initially classed as a turntablist, though his work has rarely resembled anything in the field, early feats saw him stab vinyl with Kruger style stylus gloves, bound on electro-acoustic trampolines, drag race the pope across the Sydney Harbour Bridge, perform deaf defying duet duels with amplified samurai swords, hospitalised by high powered turntables constructed from sewing machine motors, record chance John Peel sessions with the Flaming Lips, become Otomo Yoshihides' favourite entry into his Ground Zero remix competition; 'Consummation' (instead of sampling the CD he destroyed it using amplified skewers!).
Today these turntable roots have became almost unrecognisable; the diamond tipped styli evolving into sheets of glass vibrated with his mouth, an infamous show that has astonished and bemused countless people and in over 40 countries at festivals such as Supersonic in the UK, Atonal in Germany, and Unsound in Poland.
http://dualplover.com/abela/
AMFJ:
After working in numerous metal and experimental projects, Aðalsteinn Jörundsson decided in the summer of 2008 to pair a selection of his poetry with his experimental noise sounds to create a new project, AMFJ. By the end of that year he had already made his mark on nearly every Reykjavík venue, raising hell and wreaking havoc along the way.
Whether fast and furious, or calm and pensive, all AMFJ shows have intensity in common. Ranging from 25-40 minutes in length, they are filled with mesmerizing feedback loops, mixed with loud, beat oriented playbacks, and feature heavily sound-altered vocals presented with a powerful and often theatrical performance, leaving no one untouched.
https://soundcloud.com/amfj
http://icelandmusic.is/all-artists/amfj/
Jóhann Eiríksson:
johanneiriksson.com