Verpa Eggjum Concert Series: For Boys and Girls
Verpa Eggjum Concert Series
presents:
FOR BOYS AND GIRLS
Verpa eggjum - new concert series promoting new & experimental music will kick off in the Fall 2018 with three concerts. The concert series is in close collaboration with Mengi and Iceland University of the Arts. Skerpla - a new music ensemble at IUA's Music Department will participate in the series.
The first concert features works by Atli Heimir Sveinsson who turns 80 on this same day and Daniel Corral who will also be performing.
PROGRAM:
Daniel Corral: Your Storm
performer: Skerpla
Atli Heimir Sveinsson: FOR BOYS AND GIRLS
Molto Tranquilo
Notturno
Sóló
performers: Snæfríður María Björnsdóttir, Raminta Naujanyte, Berglind María Tómasdóttir
Sutartine - Dijuto Kalnali
- Lithuanian Round
performer: Skerpla
Atli Heimir Sveinsson: FOR BOYS AND GIRLS
Tendergrace
performer: Raminta Naujanyte
Daniel Corral: Dislike
performer: Skerpla
Atli Heimir Sveinsson: FOR BOYS AND GIRLS
Voyage Experimentelle
performer: Berglind María Tómasdóttir
Daniel Corral: Comma
performer: Daniel Corral
Performers: Daniel Corral and Skerpla Ensemble (IUA)
Curator: Berglind María Tómasdóttir
Co-curators: Einar Torfi Einarsson & Erik DeLuca
Collaborators: Mengi & Iceland University of the Arts
Verpa eggjum is supported by Music Fund.
********************
Verpa eggjum er ný tónleikaröð helguð tilrauntónlist sem hefst með tónleikum 21. september næstkomandi. Tónleikar nr. 2 á önninni fara fram 1. desember og verða helgaðir Fluxus-innblásnum verkum. Þriðju og síðustu tónleikarnir á önninni fara fram 12. desember en þar munu hljóma verk eftir austurríska tónskáldið Peter Ablinger sem var gestur á tónlistarhátíðinni Tectonics árið 2016.
Á tónleikunum þann 21. september næstkomandi verða fluttir kaflar úr verkinu For Boys and Girls eftir afmælisbarn dagsins Atla Heimi Sveinsson sem verður áttræður þann dag. Verkið sem er samið seint á sjöunda áratugnum kallast á við alþjóðlega strauma og stefnur í tónlist á þessum tíma en í því má greina sterk áhrif frá Fluxuslist og grafískum tilraunum við skrásetningu tónlistar. Svo er verkið stútfullt af glensi eins og höfundi er einum lagið. Hver kafli verksins var skrifaður fyrir ákveðna einstaklinga en þannig munu hljóma verk tileinkuð myndlistarmönnunum Hreini Friðfinnssyni og Kristjáni Guðmundssyni á tónleikunum.
Á tónleikunum kemur einnig fram bandaríski tónlistarmaðurinn Daniel Corral. Flutt verða þrjú verk eftir hann, þar af verða tvö í flutningi Skerplu en Daniel mun sjálfur flytja verkið sitt Comma (sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=fv9ePQhra9U). Daniel býr og starfar í Los Angeles þar sem hann er virkur í tónlistarsenunni en einnig kennir hann tónsmíðar við CalArts. Daniel er bæði tónskáld og flytjandi sem vinnur þvert á listgreinar. Nánari upplýsingar um Daniel má finna á heimasíðu hans: http://spinalfrog.com/
Þess má geta að tónlistardeild Listaháskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestri um Atla Heimi Sveinsson í hádeginu á föstudaginn, 21. september kl. 12:45-13:45 í Skipholti 31, 3. hæð. Þar verður tilraunakenndri tónlist hans frá sjöunda og fyrri hluta áttunda áratugarins gerð skil og Skerpla flytur kafla úr For Boys and Girls. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Verpa eggjum er í samstarfi við Mengi og Listaháskóla Íslands en á tónleikum raðarinnar kemur fram nýstofnaður tilraunatónlistarhópur skólans, Skerpla.
Listræn stjórnun: Berglind María Tómasdóttir
Listrænt teymi: Einar Torfi Einarsson & Erik DeLuca
Samstarfsaðilar: Mengi & Listaháskóli Íslands
Verpa eggjum er styrkt af Tónlistarsjóði
Tónleikar í Mengi, 21. september kl. 21:00
Efnisskrá
FOR BOYS AND GIRLS
Daniel Corral: Your Storm
flytjandi: Skerpla
Atli Heimir Sveinsson: FOR BOYS AND GIRLS
Molto Tranquilo
Notturno
Sóló
flytjendur: Snæfríður María Björnsdóttir, Raminta Naujanyte, Berglind María Tómasdóttir
Sutartine - Dijuto Kalnali
- Litháenskur keðjusöngur
flytjandi: Skerpla
Atli Heimir Sveinsson: FOR BOYS AND GIRLS
Tendergrace
flytjandi: Raminta Naujanyte
Daniel Corral: Dislike
flytjandi: Skerpla
Atli Heimir Sveinsson: FOR BOYS AND GIRLS
Voyage Experimentelle
flytjandi: Berglind María Tómasdóttir
Daniel Corral: Comma
flytjandi: Daniel Corral
Skerpla:
Snæfríður María Björnsdóttir
Berglind María Tómasdóttir
Raminta Naujanyte
Daniel Corral
Andrés Þór Þorvarðarson
Magnús Árni Skjöld Magnússon
Jukka Niilo Ilmari Nylund
José Luis Alexander Anderson
Steinunn Björg Ólafsdóttir
Siobhan Dyson