Justin Ashworth

Justin Ashworth is a sound artist/composer from Melbourne Australia.

In late 2015 Justin spent 3 months in Seyðisfjörður at HEIMA Artist Residency. What was originally planned to be a direct response and representation of place became a challenging rediscovery of process, and over the years since the original compositional sketches began, the project has become more study in memory and reminiscence. Sound becomes an inadequate form of time travel; complete with the usual risks of such an adventure, with each trip to the past altering the future of the project.

Using modular synthesizer and other electronics, Justin navigates these sonic memories - sounds recorded in the field around Seydisfjordur and Myvatn - creating imaginary landscapes, immersive new sound worlds for the audience to be lost in.

Doors open at 20:30 - Tickets are 2.000 krónur

Justin Ashworth er hljóðlistamaður og tónskáld frá Melbourne í Ástralíu.

Árið 2015 eyddi Justin 3 mánuðum í HEIMA listamiðstöðinni á Seyðisfirði. Verkið átti upprunalega að vera bein túlkun og viðbrögð við staðnum en varð í staðinn til þess að listamaðurinn þurfti að endurhugsa aðferðir sínar og nálgun. Eftir því sem liðið hefur á árin hefur verkið orðið að eins kyns rannsókn á endurminningum. Hljóðið þjónar þannig tilgangi ófullkomnar tímavélar; með tilheyrandi fylgikvillum slíks athæfis, þar sem hver ferð til fortíðar getur haft afleiðingar á framtíð verksins.

Með notkun módúlar-hljóðgervla og annara rafhljóðfæra kannar Justin minningar sem bundnar eru í hljóð Seyðisfjarðar og Mývatns, og skapar úr þeim ímynduð landslög og heima sem hlustendur geta týnt sér í.