Sequences Off Venue: In it - to win it
Vídeóverkið "IN IT - to win it" eftir Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur verður sýnt í Mengi sunnudaginn 8. október á milli klukkan 14 og 17 en viðburðurinn er hluti af Off-Venue dagskrá Sequences Art Festival og er aðgangur ókeypis.
ENGLISH BELOW
“IN IT – to win it” (2017) er sex mínútna langt vídeóverk sem segir sögu talkerfis á skyndibitastað sem tekur vinnu sinni mjög alvarlega og á í sérstöku sambandi við viðskiptavini sína. Talkerfið trúir að með því að greina umhverfi sitt og samskipti við viðskiptavini hafi það fullkomnað mannlega samskiptahæfni, dómgreind og samúð.
Verkið hefur meðal annars verið sýnt á Oaxaca FilmFest í Mexico City, Cinemateca Distrital í Kólumbíu, A-dash í Aþenu, Index Art Center í Newark auk þess að vinna verðlaunin “Best Experimental” á West Virginia Mountaineer Festival.
Kristín Helga Ríkharðsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2016 síðan þá hefur hún tekið þátt í listalífi hérlendis sem og erlendis.
www.kristinhelga.com
* * * * * * *
“IN IT - to win it” (6 min), a video work by Kristín Helga Ríkharðsdóttir will be exhibited between 2pm - 5pm on the 8th of October. This event is a part of the Sequences Art Festival off-venue program and admission is free.
“IN IT - to win it” (2017) tells a story of a drive-through intercom system that takes its own approach to its job quite seriously and seems to have a rather special relationship with its customers. By using its environment and contact with costumers, the intercom believes it has mastered the art of human communications, judgment making and compassion.
The work has e.g. been exhibited at Oaxaca FilmFest in Mexico City, Cinemateca Distrital in Colombia, A-dash in Athens, Index Art Center in Newark. Also a winner of “Best Experimental” award at West Virginia Mountaineer Festival.
Kristín Helga Ríkharðsdóttir is a visual artist and filmmaker currently based in Reykjavík. She graduated from the department of Fine Art at the Iceland Academy of the Arts in spring 2016.