Útgáfuhóf Galdra-Dísu
Þér er boðið að fagna útgáfu furðusögunnar Galdra-Dísu! Bókin er sjálfstætt framhald Drauga-Dísu frá 2015 og gerist tveimur árum síðar. Dísa er nú rammgöldróttur menntskælingur með vaxandi réttlætiskennd sem langar að bjarga heiminum og hjálpa bágstöddum, en kemst að raun um að raunveruleikinn er ekkert ævintýri og að skrímslin eiga sér mörg andlit ...
Bókin verður brakandi fersk úr prentsmiðjunni og til sölu á staðnum, höfundur les upp, DJ Presmach þeytir skífum og léttar veitingar verða í boði.
--- Nokkur orð um Drauga-Dísu:
* * * * *
„... vönduð og vel spunnin hrollvekja ... Sögufléttan er listilega gerð og gríðarlega spennandi ... seinni hlutinn skákar þeim fyrri jafnvel í spennu svo vart er hægt að leggja bókina frá sér ... virkilega vel skrifuð og hún er sannarlega bæði draugaleg og raunveruleg ... Frumleg, grípandi og spennandi hrollvekja sem dvelur með lesandanum lengi eftir að lestri lýkur. Flétta og framvinda til fyrirmyndar.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið
* * * *
„Dísa er góð söguhetja, hæfilega brothætt og breysk en hörkutól þegar á hólminn er komið ... Framvindan er hröð og skemmtilega skipt á milli tímaskeiða, stökkið frá 21. öldinni á þá 18. og aftur til baka ... einkar fínn bræðingur af forneskju og nútíma, bráðspennandi saga og skemmtilega hryllileg. Kápan á bókinni er frábær ... Þetta er býsna óhugnanleg bók á köflum, ofbeldið harkalegt, dauði og djöfull og svo er fullt af ófreskjum úr íslenskum þjóðsögum ...“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið