Lucid útgáfuhóf | Þóranna Björnsdóttir & Federico Placidi

* ENGLISH BELOW *

Þóranna Björnsdóttir & Federico Placidi gefa út í samvinnu við Smekkleysa Plötubúð verkið Lucid. Verkið kemur út á tvöföldum víníl, sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi eða 100 eintökum. Á morgun, miðvikudag verður gripurinn formlega gefinn út og hlustunarviðburður mun fara fram í Mengi milli kl 17 og 19.

Frítt er á viðburðinn og öll velkomin.

LUCID er tónverk í fjórum köflum sem sprottið er af listrænu samstarfi Þórönnu Björnsdóttur og Federico Placidi. Vinátta þeirra og samstarf hófst þegar þau dvöldu í vinnustofunni CCMIX (Centre de creation musicale Iannis Xenakis) í París árið 2007. Smekkleysa gefur nú tónverkið út bæði stafrænt og á tvöföldum vínil. Undirbúningur verksins hófst á Íslandi þegar Þóranna og Federico ferðuðust um landið og tóku upp hljóð ýmis konar náttúrufyrirbæra sem spretta úr iðrum jarðar; klingjandi hrauns, bullandi hvera, hvínandi varmalinda. Úr varð ríkulegt hljóðsafn sem er sá efniviður sem verkið byggir á, ásamt hljóðupptökum frá Róm. Þóranna dvaldi síðar í Róm þar sem þau Federico sömdu verkið. Þau notuðu stafræna og hliðræna hljóðtækni til að móta hljóðsafnið en vinna einnig með mannsröddina, undirbúið píanó, kontrabassa og selló.

Um listamennina:
ÞÓRANNA DÖGG BJÖRNSDÓTTIR lauk burtfararprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH og hóf að því loknu nám við Konunglega Listaháskólann í Haag í Hollandi. Þar stundaði hún listnám sem tengdi saman hljóð- og myndlist og lauk þaðan BA prófi. Verk Þórönnu eru sambland af mynd og hljóði og byggja m.a. á samspili kvikmyndar og lifandi tónlistarflutnings. Þau taka á sig mynd í formi hljóðskúlptúra, gjörninga og hljóðverka.

http://thorannabjornsdottir.com/
https://soundcloud.com/aka-trouble

FEDERICO PLACIDI er tónskáld og hljóðlistamaður sem býr í Róm á Ítalíu. Hann lauk burtfararprófi á kontrabassa frá Conservatorio di S. Cecilia og prófi í tónsmíðum og raftónlist frá Hochschule fur Musik und darstellende Kunst í Vínarborg. Hann stofnaði, ásamt Matteo Milani, hópinn U.S.O. Project aka “Unidentified Sound Object”. Sem kontrabassaleikari, sellóisti og hljóðlistamaður tekur hann þátt í tónleikum sem og spunaverkum. Hann starfar nú sem prófessor í elektrónískum tónsmíðum við Saint Louis College of Music í Róm

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

LUCID is as an artistic collaboration between Þóranna Björnsdóttir and Federico Placidi. Their friendship and collaboration started when they were both residents at the CCMIX (Centre de creation musicale Iannis Xenakis) i n Paris in 2007. It has been developed and finalized in the domain of interactive electroacoustic performance and as a recording project. Smekkleysa, (SM/Bad Taste) in Iceland, now releases it as a double vinyl album, as well as digitally.

The listening event is free and open for everyone.

Þóranna and Federico collected earthy sound material in Iceland; characterized by natural steam vents, tumbling lava rocks and boiling hissing clay. In Rome, they extracted and sculpted from this material and developed the piece musically; using hybrid analogue/digital tools that integrate into a single creative goal different fields of music production.

THORANNA BJORNSDOTTIR is a sound and visual artist based in Reykjavík Iceland. She studied music from an early age and graduated as a classical pianist. Then she immediately turned to the field of contemporary sound and art. A graduate of the Royal Academy of art in The Hague, Thoranna has worked as a video and performance artist in the electroacoustic field; working with different medium, she realizes her work through film, performances and installations.

http://thorannabjornsdottir.com/
https://soundcloud.com/aka-trouble

FEDERICO PLACIDI is a composer and sound artist based in Rome, Italy. He graduated in Double bass at the Conservatorio di S.Cecilia, and Composition & Electronic Music at the Hochschule fur Musik und darstellende Kunst Wien (Vienna). Together with the sound designer Matteo Milani, he founded the collective U.S.O. Project aka "Unidentified Sound Object", an electroacoustic music group, open to collaborations and interactions with other musicians. As double bass player, cellist, and sound synthesist, he plays in both concerts and improvisation sessions. He is currently a professor at the “Saint Louis College of Music” in Rome, where he teaches Electronic Music.