Halldór Eldjárn - útgáfutónleikar
(English below)
Í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu minnar, Poco Apollo, ætla ég að halda útgáfutónleika í Iðnó þann 17. október. Þar mun koma fram einvalalið hljóðfæraleikara til að flytja plötuna í heild sinni. Þessi plata er mér mjög kær enda hef ég unnið að henni í meira en tvö ár, allt frá því að fyrsta hugmyndin fæddist að henni, varð að risastóru veftónverki (https://pocoapollo.hdor.is) og þar til ég náði svo loks að fanga hluta þess á hljóðupptökur með frábærum hljóðfæraleikurum.
Lögin byggja öll á myndum frá ferðalagi NASA til tunglsins. Ég skrifaði forrit sem greinir myndirnar og semur lítil tónverk út frá innihaldi þeirra. Myndirnar og lögin eru í kringum 14.000 en ég valdi síðan nokkur uppáhaldslög úr því safni til að hafa á plötunni.
Á tónleikunum koma fram:
Halldór Eldjárn á fimbulorgan, rafhljóð og slagverk
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á marimbu og víbrafón
Matthías Hemstock á slagverk, sand og trommuheila
Djúpur strengjakvartett:
Karl Petska á víólu
Ásta Kristín Pjetursdóttir á víólu
Unnur Jónsdóttir á selló
Borgar Magnason á kontrabassa
flytur nokkur vel valin lög áður en Poco Apollo verður frumflutt í heild sinni.
Miðaverð er 2.990 krónur og hægt er að kaupa miða á Tix.is eða við hurð.
——
My debut album Poco Apollo is ready, and I will host an album release concert in Iðnó on October 17. I will perform the music on the album with accompanied with an incredibly talented group of musicians. This album is very dear to me. I have worked on it for the last two years, originally written as a generative music piece for the web (https://pocoapollo.hdor.is).
The songs are all based on photos from NASA's moon landings. I wrote a computer program that analyses the photos and generates a short music piece for each photo based on its appearance. In total there are around 14.000 photos and songs, but the album presents a curated selection from the series.
Tickets are 2.990 kr. and tickets are available on Tix.is and at the venue on concert day