Elín Ey & Eyþór Gunnarsson í Mengi
Feðginin Eyþór Gunnarsson og Elín Ey ætla að halda tónleika saman í fyrsta skipti í Mengi 24.október. Eyþór verður við píanóið og hljóðgervla og Elín syngur. Prógrammið verður sambland af tökulögum og lögum af væntanlegri plötu Elínar.
Eyþór Gunnarsson þarf vart að kynna en hann er með fremstu tónlistarmönnum Íslands. Hann byrjaði að spila á píanó ungur að aldri. Eyþór er einn af stofnendum og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte. Hann hefur leikið með fremstu djassleikurum landsins og er einn mest hljóðritaði tónlistarmaður í íslenskri djasssögu.
Elín Ey byrjaði ung að koma fram með gítarinn og hefur síðan þá spilað um allan heim ýmist ein eða með hljómsveit sinni, Sísý Ey sem að hún er í ásamt systrum sínum tveimur og Friðfinni Sigurðssyni. Elín leggur nú lokahönd á breiðskífu sem hún hefur unnið að með bróður sínum, Eyþóri Inga Eyþórssyni.
Húsið opnar kl. 20:30 | Hefst kl. 21:00 | Miðaverð er 2.500 kr.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Father and daughter, Eyþór Gunnarsson and Elín Ey are going to play a concert for the first time together hosted by Mengi on October 24th. Eyþór on the piano and synthesizers and Elín sings. The program will be a combination of cover songs and songs from Elín's forthcoming album.
Eyþór does not need much introduction for he is one of Iceland's most known and respected pianist. He started playing the piano young at age. Eyþór is one of the founders and keyboardist of the band Mezzoforte. Eyþór has collaborated with many of Iceland’s leading musicians and is one of the most recorded sideman in Icelandic jazz history.
Elín Ey started to perform at a young age and has since been playing around the world either alone or with her band, Sísý Ey, wich she is in with her two sisters and Friðfinnur Sigurðsson. Elín is at the final stages of finishing her album that she has been working on with her brother Eythór Ingi Eyþórsson.
House opens at 8:30pm | Starts 9pm | Tickets 2.500 kr.