Meðgönguljóð nr. 32 & 33
Verið velkomin í síðasta útgáfuhóf seríu Meðgönguljóða, sem hefur frá árinu 2012 fagnað nýjabruminu í íslenskri ljóðlist með ritstjórn og útgáfu á styttri verkum.
Á fimmtudaginn 25. október kynnum við 32. og 33. (og jafnframt síðustu) bækurnar í flokknum:
„Rafeindadraumur“ eftir Valdimar Ágúst Eggertsson
„Orðskýringar“ eftir Hildi Knútsdóttur
Upplestrar og léttar veigar í boði. Ókeypis aðgangur. Allir velkomnir.
Fram að útgáfudegi verður hægt að panta eintak af bókunum með því að skrá sig á eftirfarandi lista:
Hildur Knútsdóttir: www.partus.press/panta-hildur
Valdimar Ágúst Eggertsson: www.partus.press/panta-valdimar