22sagaastu.jpg

Útgáfufögnuður! Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson.

Á föstudaginn fögnum við nýrri skáldsögu eftir Jón Kalman Stefánsson: Sögu Ástu.

Upplestur og léttar veitingar. Verið hjartanlega velkomin.

Saga Ástu

– Hvert fer maður ef það er engin leið út úr heiminum? –

Öll fæðumst við nafnlaus en erum mjög fljótlega nefnd svo það verði ögn erfiðara fyrir dauðann að sækja okkur. Foreldrar Ástu völdu nafnið meðan hún var enn í móðurkviði. Nú liggur Sigvaldi faðir hennar á steyptri stétt – af hverju liggur hann þar? – og saga fjölskyldunnar rennur um huga hans. Þetta er saga Ástu, saga um ást í ólíkum myndum, íslenska sveit, skáldskap og menntunarþrá.