01hlid.jpg

Hliðardagskrá Mengis 1 / Mengi Off-Venue 1

Hliðardagskrá Mengis á meðan á Iceland Airwaves hátíðinni stendur. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. /// Mengi hosts an exciting program during Iceland Airwaves festival 2017. Free entrance and everybody welcome.

ENGLISH BELOW

Miðvikudagur 1. nóvember:

17 - 19: Útgáfuhóf 7 tommu útgáfunnar SMIT: Tumi Árnason & Ingibjörg Turchi

19: Sunna

Pötuútgáfan Smit gefur út 33 snúninga sjötommur með nýrri framúrstefnulegri tónlist, helst eftir tónskáld sem eiga engar útgáfur að baki. Hver plata er einungis gefin út í örfáum númeruðum eintökum. Í þessari annarri útgáfulotu Smit eru kynnt til sögunnar þau Tumi Árnason og Ingibjörg Elsa Turchi. Að auki kemur fram í Mengi á þessari fyrstu hliðardagskrá tónlistarkonan Sunna og með henni Ingibjörg Turchi og Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla).

NÁNAR UM TÓNLISTARMENNINA

Tumi er tónlistarmaður úr Reykjavík. Hann hefur lært saxafónleik síðan hann var lítill polli og er lykilmaður í hljómsveitunum Heavy Experience, Grísalappalísu og Purumönnum auk þess sem hann hefur blásið út kinnarnar með JFDR, Úlfi Hanssyni, Tonik Ensemble og fleirum. Þá var Tumi einnig annar höfuðpaura Úsland records og hefur leikið á plötum og atburðum á þeirra vegum. Sjötomma þessi er hans fyrsta útgáfa undir eigin nafni.

••••••

Ingibjörg er stórtæk tónlistarkona ættuð frá Ítalíu en með báða fætur á jörðinni. Hún leikur á bassa í ýmsum verkefnum, svosem Babiesflokknum, Teiti Magnússyni, Soffíu Björg, Boogie Trouble, Special K, Jae Tyler, Bubba Morthens og Rökkurró til að nefna nokkur. Hún er jafnframt ein af framkvæmdastýrum Stelpur rokka. Ingibjörg stundar tónsmíðanám við LHÍ og sjötomman er hennar fyrsta útgáfa undir eigin nafni.

•••••••••

Sunna vakti mikla athygli með tónleikum sínum í sumar á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði. Ekki síst því þar virtist stökkva fram fullskapaður listamaður þótt öll lögin væru frumflutt þá um kvöldið og verkefnið glænýtt.

Í lok ágúst síðastliðnum gaf hún svo út sitt fyrsta lag ‘Hero Slave’ við góðar undirtektir. Hún fékk nasaþefinn af erfiðu en skemmtilegu lífi atvinnutónlistarmannsins þegar hún hélt út í heim sem söngkona danssveitarinnar austfirsku Bloodgroup, þá innan við tvítugt. Í dag býr Sunna í Sviss þar sem hún stundar nám í myndlist sem hefur áhrif á hana sem tónlistar- og sviðslistakonu.

https://soundcloud.com/ssuunnaa

∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞∞

Wednesday, November 1st:

5pm - 7 pm: SMIT 7" record release: Tumi Árnason & Ingibjörg Turhchi.

7pm: Sunna

Second release party of record label Smit. Super limited edition of handmade 7 inch records by saxophone-player Tumi Árnason and bass-player Ingibjörg Elsa Turchi respectively.

Smit releases new messed up music on 33 rpm 7" vinyl records, aiming to highlight music by composers who have yet to make their own voices heard.

Tumi Árnason plays in numerous Icelandic bands including Grísalappalísa, Heavy Experience and JFDR. He was also one of two brains in the improvisational force Úsland Records and took part in a number of their relaeses and happenings. Tumi currently lives in a pretty great apartment near city centre and this is his first solo release.

Ingibjörg Elsa is one of the managers of the Icelandic 'Girls rock!' organisation, working to empower girls, trans boys, gender queer and intersex youth through music. She has also become one of most sought after bass-players of this century, performing and/or recording with the Babies party, Teitur Magnússon, Soffía Björg, Boogie Trouble, Special K, Jae Tyler, Bubbi Morthens and Rökkurró to name but few.

Ingibjörg studies composition at the Icelandic Academy of the Arts and this is her first solo release. And what a whopper: a double 7inch!

7PM

Sunna

Sunna (former Bloodgroup) released her debut single ‘Hero Slave’ in late summer 2017 to glowing reviews: “Sunna’s debut single is both psychedelic and industrial and also weirdly chill. Imagine Siouxsie Sioux on Xanax with access to Ableton” -The Reykjavík Grapevine. She is currently studying visual arts abroad, which tints her music and live shows. Ingibjörg will be performing with Sunna along with Sigurlaug Gísladóttir (Mr. Silla, Múm and many more).