Útgáfuhóf. Brynja Hjálmsdóttir og Brynjólfur Þorsteinsson.

Una útgáfuhús gefur út tvær ljóðabækur fyrir jólin, Okfrumuna eftir Brynju Hjálmsdóttur og Þetta er ekki bílastæði eftir Brynjólf Þorsteinsson. Um er að ræða fyrstu verk ungra og efnilegra höfunda. Að gefnu tilefni er efnt til tvöfalds útgáfufagnaðar miðvikudaginn 6. nóvember í Mengi á Óðinsgötu. Þér og þínum er boðið að fagna með höfundum sem stíga brattir fram á ritvöllinn brynjaðir frábærum bókum.

Höfundar kynna og lesa úr verkum sínum og Birkir Sveinbjörnsson þeytir skífum. Í boði eru léttar veitingar og bækurnar verða fáanlegar á tilboðsverði.

Brynjólfur Þorsteinsson hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2019 fyrir ljóðið „Gormánuður“. Verðlaununum fylgir hann nú eftir með sinni fyrstu ljóðabók. Hér stígur fram nýr höfundur sem er óhræddur við að afhjúpa fáránleika hversdagsleikans með beittum húmor, frumlegri hugsun og litríku myndmáli. Þetta er ekki bílastæði er fjörugur óður til ímyndunaraflsins.

Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur er ljóðsaga um uppvöxt, áföll og andlega upplausn. Við fylgjum sköpun manneskju frá fyrsta frumusamruna fram á fullorðinsár og tilraunum hennar til að fóta sig í lífinu. Í ljóðunum eru dregnar upp óvenjulegar og nær martraðarkenndar myndir sem einkennast af frjórri hugsun, leikgleði og vísunum í þjóðsögur, hryllingsmyndir og allt þar á milli. Þetta er frumraun sem íslenskir ljóðaunnendur hafa beðið eftir.

---

Una útgáfuhús publishes two new poetry books this autumn, Okfruman by Brynja Hjálmsdóttir and Þetta er ekki bílastæði by Brynjólfur Þorsteinsson. These young and talented authors are both publishing their debuts. A double book release party will be held at Mengi Wednesday November 6th to celebrate both books. You and everybody you know are invited to come and celebrate with the authors.

Brynja and Brynjólfur will read from their works.
Refreshments will be served, Birkir Sveinbjörnsson will DJ and the books will be for sale.