20undir.jpg

Undirferli - Útgáfufögnuður - miðvikudag

Útgáfufögnuður vegna nýrrar skáldsögu Oddnýjar Eirar verður í Mengi við Óðinsgötu þann 22. nóvember klukkan 17.00.

Oddný Eir mun lesa upp úr bók sinni Undirferli og árita bækur sem verða seldar á tilboðsverði. Sýnd verða brot úr nýfundnum kvikmyndum af Surtseyjargosinu en Surtsey kemur mjög við sögu í skáldsögunni. Kvikmyndirnar voru teknar af Þorleifi Einarssyni, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands og Stefáni Gunnbirni Egilssyni, tæknimanni hjá Atvinnudeild Háskólans og sýndar með góðfúslegu leyfi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Engin önnur en sjálf Magga Stína mun með dj-tækni skapa hljóðmyndina.

Skálum fyrir Surtsey og skáldskapnum í Mengi á miðvikudag klukkan fimm. Þá er Sesseljumessa. Allir velkomnir; frír aðgangur og léttar veitingar, upplestur, bíó, tónlist, bóksala og áritanir.