Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen

Saxófónninn Tumi Árnason og slagmaðurinn Magnús Trygvason Eliassen þruma í og á lög og gesti laugardagskvöldið 23. nóvember í Mengi. Inn á viðburðinn kostar 2.000 krónur.

Dúettinn heldur til fjarlægra og framandi landa (Paris, France) í desemberbyrjun þar sem þeim hefur verið boðið að flytja músík í góðum félagsskap á vegum Nordic Jazz Comets, og verða því tónleikarnir þann 23. nóvember nokkurs konar forsmekkur og upphitun fyrir það sem koma skal austanhafs.

Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen gáfu út hljómplötuna Allt er ómælið í byrjun árs og hefur platan hlotið giska góðar viðtökur hjá þeim sem á hafa hlýtt. Platan, sem þykir henta afskaplega heppilega sem tilefnisgjöf, t.d. undir jólatré, verður fáanleg beint frá höfundum á tónleikunum fyrir hóflegt gjald.

Tumi Árnason er mjög saxófónleikari sem hefur leikið með ýmsum við ágætar undirtektir. Hann er m.a. meðlimur hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem gaf nýverið út sína síðustu plötu Týndu rásina.

Magnús Trygvason Eliassen er mjög trommuleikari. Hann slær m.a. fyrir ADHD, amiinu og Moses Hightower auk langs lista annarra sem ógjörningur væri fyrir ritara að reiða hendur á.

/ / /

Saxophone player Tumi Árnason and Drummer Magnús Trygvason Eliassen will play a set of their greatest hits and some brand new material in Mengi, Saturday november 23d. Entrance fee is 2.000 Icelandic krónur.

The concert is the first in an extremely short european tour. Dates are as follows:

nov. 23. - Mengi, Reykjavík (Iceland)
dec. 2. - Nordic Jazz Comets, Pan Piper, Paris (France)

The duo plays original free jazz compositions, some of which were released earlier this year on their album “Allt er ómælið”, which will be available for sale at the event directly from the authors.