Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands / LHÍ Experimental Night
Hin víðfrægu Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands hefja göngu sína á ný; næsta kvöldið verður haldið mánudagskvöldið 27. nóvember í Mengi við Óðinsgötu 2.
Í þetta sinnið verður Mengi umturnað í gallerý þar sem stór hluti þátttakenda eru nemendur hönnunar- og arkitektúrdeildar. Tveir styttri gjörningar verða sýndir í rýminu sem að öðru leyti verður undirlagt verkum í vinnslu af ýmsu tagi.
Dagskráin er því aðeins að litlum hluta tímasett, stærstur hluti atriðanna verður þess eðlis að hægt er að ganga á milli, virða fyrir sér og jafnvel smakka á. Hún er svohljóðandi:
Sýningar:
Innsetningarhópurinn Samsetningar
Mathilde Lalouette
Skyngjafi - matarupplifun
Nemendur í Meistaranámi í hönnun.
Gjörningar:
Videozine - Launching Issue N°0 - Hefst klukkan 20:15
Veðurveran Bob - Hefst klukkan 20:45
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Formleg dagskrá hefst klukkan 20. Húsið verður opnað klukkan 19:30.
∞∞∞∞∞∞∞∞∞
LHÍ Experimental Night at Mengi on Monday, November 27th at 8pm. Free admission - everybody welcome.
Íslenskt snitsel #3
Myndbönd ókunnugra skásetjara eru grunnurinn að íslenskum snitsel kvöldum, og ofan á þau bætast greiningar og sögur Janusar Braga Jakobssonar og tónlist Loja Höskuldssonar.
Nú fer að líða að #3 Snitseli af 4 og verður það af þyngri sortinni, í ætt við daginn í dagatalinu, sem er 29. nóv.
Dregið verður fram og gruflað í hinum myrkari hliðum hins íslenska skrásetjara. Húsið opnar 20:30 og prógrammið hefst kl 21. 1000 kall inn.
4. og seinasta snitselið í þessari lotu í Mengi verður 27. desember. Þar verða sagðar jólasögur með videóum annarra og alveg séns á því að það verði boðið upp á púns.