Partus, 2018
Verið velkomin á uppskeru- og jólahátíð forlagsins Partusar 2018 í Mengi við Óðinsgötu kl. 20:00, miðvikudaginn 12. desember.
Tilvalið tækifæri til að hlusta á Skáld ársins lesa upp úr verkum sínum og næla sér í nokkrar áritaðar jólagjafir beint frá býli.
Aðgangur ókeypis.
Fram koma:
Arngunnur Árnadóttir – Ský til að gleyma
Ásdís Ingólfsdóttir – Ódauðleg brjóst
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir – FREYJA
Fríða Ísberg – Kláði
Hildur Knútsdóttir – Orðskýringar
Jónas Reynir Gunnarsson – Krossfiskar
Lilý Erla Adamsdóttir – Kvöldsólarhani
María Ramos – Salt
Sigrún Ása Sigmarsdóttir – Siffon og damask