13. DESEMBER - KRÍA BREKKAN

Kristín Anna Valtýsdóttir (Kría Brekkan) hefur leikið & komið fram undir eigin nafni allt frá því hún yfirgaf hljómsveitina múm árið 2006. Hún fluttist þá til New York & gaf út plötuna Pullhair Rubeye ásamt Avey Tare og nokkrar smærri skífur undir Paw Tracks merkinu. Kristín Anna hefur einnig leikið með Stórsveit Nix Noltes og inn á plötur Animal Collective, Mice Parade og Slowblow.
Kristín Anna hefur síðustu ár lagt fyrir sig nám í myndlist og tekið þátt í myndlistartengdum atburðum líkt og skemmtikvöldum Leikhúsi Listamanna og tónlistargjörningum Ragnars Kjartanssonar.

miðaverð - 2.000 kr. við hurð