14. DESEMBER - ÚLFUR ELDJÁRN

Screen Shot 2020-01-30 at 16.15.57.png

Úlfur Eldjárn er tónskáld, hljóðfæraleikari og altmúligmaður í tónlist. Hann hefur samið töluvert af tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leikhús og aðra miðla, en auk þess er hann meðlimur í hinni rómuðu hljómsveit Apparat Organ Quartet. Úlfur hefur gefið út þrjár plötur undir eigin nafni: Yfirvofandi frá 2009 og hina tilraunakenndu Field Recordings: Music from the Ether frá 2011. Á þessu ári bættist svo ný plata í hópinn, Ash - Original Soundtrack from the Film Ash sem inniheldur tónlist úr heimildarmyndinni Ösku.
Úlfur er þessa dagana með mörg járn í eldinum: Er m.a. að semja tónlist við leikritið Hamlet sem verður sett upp í Borgarleikhúsinu í janúar 2014. Einnig er væntanlegt frá honum gagnvirkt tónverk, Strengjakvartett nr. ∞, þar sem hlustendur geta farið á netið og búið til sína eigin útgáfu af verkinu.
Úlfur lauk B.A. gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands vorið 2013.

inngangseyrir: 2.000 kr. við hurð & í forsölu í búð á opnunartíma