Team Dreams / Album launch
Útgáfugleði í Mengi þriðjudaginn 19. desember klukkan 17 í tilefni af útgáfu plötunnar Team Dreams sem hefur að geyma tónlist Sindra Más Sigfússonar, Sóleyjar og Örvars Smárasonar og myndlist Ingibjargar Birgisdóttur.
Allir velkomnir - aðgangur ókeypis.
Hljómplatan Team Dreams er afrakstur samstarfsverkefnis Sin Fang, Sóleyjar og Örvars Smárasonar úr múm og FM Belfast, en þau hafa samið, tekið upp og gefið út nýtt lag í hverjum mánuði allt árið 2017 sem nú eru gefin út á einstaklega fallegri vínylplötu. Team Dreams er tvöföld plata, þrjár hliðar hafa að geyma tónlist en á þeirri fjórðu er myndverk eftir Ingibjörgu Birgisdóttur. Ingibörg sér einnig um kápuna og þar að auki fylgja myndir hennar sem prýddu útgáfur laganna tólf upprunalega.
Allir hafa þessir listamenn getið sér gott orð fyrir tónlist sína og notið tölverðrar velgengni á erlendri grundu. Sindri og Sóley voru saman í hljómsveitinn Seabear, en hafa síðan þá sent frá sér fjölmargar sólóplötur. Örvar sendir frá sér sína fyrstu hljómplötu undir eigin nafni í vor en kemur enn að fjölmörgum verkefnum í starfi sínu með múm og FM Belfast.
Tríóið kemur svo fram í fyrsta sinn á norður og niður 30.desember í Hörpu og fara svo á flakk um heiminn 2018.
∞∞∞∞∞∞
We celebrate the album launch of the double LP Team Dreams at Mengi on Tuesday, December 19th from 5pm. Free entrance and everybody welcome.
Team Dreams is a collaborative project between musicians Sindri Már Sigfússon (Seabear), Sóley and Örvar Smárason (múm, FM Belfast). With art by Ingibjörg Birgisdóttir.
The twelve songs on Team Dreams were composed and recorded during the twelve months of year 2017.
Looking forward to seeing you all.