{NÓNMESSA}
Ásta Fanney mun flytja verkið Nónmessa og lesa ljóðabókina Eilífðarnón í heild sinni í athöfn.
Verkið er ótímatengt með pásum svo fólki er velkomið að líta inn og ráfa um.
Gunnar Gunnsteinsson er nónmessuorganisti dagsins og mun leika tóna milli ljóðastika.
Frítt inn og býðst gestum að næla sér í mandarínu, ljóðabók og leynigjöf.