Screenshot_3.png

 25. Maggi & Tumi (og vinir?)

Tumi Árnason saxófónleikari og Magnús Trygvason Eliassen trymbill leiða saman hesta sína í trylltu ródeói í Mengi laugardagskvöldið 25. febrúar. E.t.v. dansa einhverjir góðir gestir einhverskonar darraðadans ásamt tvíeykinu. Atburðurinn hefst kl. 21. Aðgangur er ókeypis en á staðnum verður sérstakur hattur sem gestir eru hvattir til að leggja fé í til styrktar tvíeykinu.
Einnig verður platan ALLT ER ÓMÆLIÐ sem þeir félagar gáfu út í fyrra til sölu á hagstæðu verði beint frá bændum.

---

Tumi Árnason er mjög saxófónleikari sem hefur leikið með ýmsum við ágætar undirtektir. Hann er m.a. meðlimur hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem gaf nýverið út sína síðustu plötu Týndu rásina.

Magnús Trygvason Eliassen er mjög trommuleikari. Hann slær m.a. fyrir ADHD, amiinu og Moses Hightower auk langs lista annarra sem ógjörningur væri fyrir ritara að reiða hendur á.