THE GHOST CHOIR
Íslenska hljómsveitin THE GHOST CHOIR býður til útgáfutónleika í Mengi. Platan, sem ber sama heiti og hljómsveitin, kom út 22. febrúar 2020 hjá Lucky Records.
THE GHOST CHOIR er hljómsveit sem samanstendur af fimm virkum og þaulreyndum íslenskum tónlistarmönnum sem hafa fjölbreyttan og ólíkan bakgrunn og faglega reynslu sem spannar vítt svið tónlistar, allt frá neðanjarðar hip-hop tónlist, nútímadjassi og fönki, yfir í rokk og popptónlist. Meðlimirnir eru Hálfdán Árnason (Himbrimi, Legend, Horrible Youth) á bassa, Magnús Trygvason Eliassen (ADHD, Amiina, Moses Hightower) á trommur, Pétur Hallgrímsson (John Grant, Lhooq) á gítar, auk Hannesar Helgasonar (Samúel Jón Samúelsson Big Band) og Jóhannesar Birgis Pálmasonar (Epic Rain, Hvörf) á hljómborð og rafhljóðfæri.
Tónlist THE GHOST CHOIR má lýsa sem blöndu af “kvikmyndalegu grúvi” (e. cinematic groove), djassi og súrkálsrokki (e. krautrock), sem tvinnar saman á áhugaverðan og frumlegan hátt áhrifum úr hinum ólíku bakgrunnum hljómsveitarmeðlimanna. Hugmyndin að baki THE GHOST CHOIR má rekja til þess þegar Jóhannes hóf að safna saman hinum meðlimunum á árinu 2018. Hugmynd hans var að velja saman tónlistarfólk með ólíka og fjölbreytta bakgrunna til þess að hefja tónlistarlegan leiðangur með tilraunakenndu ívafi. Frá upphafi var áætlunin að búa til “hljómsveitarfíling”; umhverfi þar sem gagnkvæm virðing á sviði listar og mannlegra samskipta væri í heiðri höfð – þessa sérstöku bræðralagstilfinningu var það sem Jóhannes lagði upp með að búa til jarðveg fyrir. Vonin var að með rétta fólkinu og vali á aðferðarfræði fyrir sköpunarferlið myndi eitthvað áhugavert gerast. Enginn vissi svo sem hvert leiðangurinn myndi stefna eða hvar hann myndi enda, ekkert var tilneytt og engar umræður voru um plön eða stefnur á meðal hljómsveitarmeðlima áður en upptökuferlið hófst.
Afraksturinn af sköpunarferlinu er plata full af könnunum í hina ýmsu króka og kima, þar sem sérhvert lag fæddist af röð af stuttum og einföldum endurteknum hljóðbrotum sem ýmist ráku upprunann sinn frá rafrænu suði, óhljóðum (þó af hinni betri gerð), upptökum úr umhverfi, eða púlsandi mónótónískar laglínur framkallaðar af hljóðgervlum. Frá slíkum mögrum beinabyggingum hellti THE GHOST CHOIR sér út í kollektíva snarstefjun þar sem hljómsveitarmeðlimir veittu hverjum öðrum innblástur, ýttu við þolmörkum og leiddu hvern annan á nýjar tónlistarlegar lendur sem voru þeim áður ókannaðar. Lokaniðurstaðan er hljómplatan The Ghost Choir sem hefur sérstætt og dularfullt andrúmsloft og ‘noir’ grúv sem skipar sér sérstakan sess í flóru samtímatónlistar á Íslandi.
Facebook: https://www.facebook.com/TheGhostChoirEnsemble/
Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2500 kr
// ENGLISH
The Icelandic band THE GHOST CHOIR invites you to album release concerts at Mengi. Their debut album came out on the Lucky Records label on February 22, 2020.
THE GHOST CHOIR is a band composed of five active Icelandic music veterans with diverse backgrounds and professional experience that covers a wide range of musical styles from underground hip-hop, modern jazz and funk, to rock and pop music. Members include Hálfdán Árnason (Himbrimi, Legend, Horrible Youth) on bass, Magnús Trygvason Eliassen (ADHD, Amiina, Moses Hightower) on drums, Pétur Hallgrímsson (John Grant, Lhooq) on guitar, and Hannes Helgason (Samúel Jón Samúelsson Big Band) and Jóhannes Birgir Pálmason (Epic Rain, Hvörf) on keyboards and electronics.
The music of THE GHOST CHOIR can be described as a mix of "Cinematic Groove," Jazz and Krautrock, blended together in an interesting way through the creativity of the diverse backgrounds of the band members. The driving idea of THE GHOST CHOIR began when Jóhannes started to gather the other members back in 2018. His idea was to select musicians from diverse and different backgrounds for an experimental instrumental musical journey. From the outset, the idea was to establish a “band feeling”; an environment of mutual respect in terms of both artistry and human relationship - a particular feeling of comradeship that Jóhannes was seeking to build. The hope was that, with the right group of people and choice of creative process, something special would be deemed to happen. Nobody knew where the journey would lead to, nothing was forced, no special plans or directions were discussed within the team prior to the recording sessions.
The result is an album of exploratory twists and turns, with each track building form a short series of short and simple looped sound samples that ranged from electronic hiss, noise, and field recordings, to pulsating monotonic synth lines. From such meagre, skeletal beginnings THE GHOST CHOIR dived into a series of a collective improvisations, the band members inspiring each other, pushing boundaries and sometimes leading one another into musical territories they were not familiar with. The end result of The Ghost Choir is an album that has a strange, eerie atmosphere, and noir grooves, sounding unlike any other contemporary release in Iceland right now.
House opens 20:30 | Tickets 2500 kr