Steingrímur Teague
Steingrímur Teague og Andri Ólafsson koma fram í TÓMAMENGI fimmtudaginn 26. mars kl. 20
Ath. vegna samkomubanns mun Mengi senda viðburðinn út í gegn um netið og lokað verður á Óðinsgötu á meðan. Fylgist þið með á www.mengi.net, Youtube og Facebook síðu Mengis eða á www.visir.is
ヾ(´〇`)ノ♪♪♪
Steingrímur Teague hefur spilað og sungið með allskonar liði í gegnum tíðina, en lengst af með hljómsveitinni Moses Hightower. Í Tómamengi ætlar hann að flytja sígrænar lummur úr smiðju jöfra á borð við Blossom Dearie, Prúðuleikaranna, Joni Mitchell og Velvet Underground. Steingrímur ætlar að leika á húspíanó Mengis, en Mosesbróðir hans Andri Ólafsson verður til halds og trausts á kontrabassa í völdum lögum.
Tekið verður á móti frjálsum framlögum til listamannanna og hvetjum við fólk til þess að styrkja þá á þessum óvissutímum.
Hægt er að hringja í númerið 901-7111 og greiða þar með 1.000 krónur.
Kass appið tekur við greiðslum að eigin vali í nr. 865-3644
Einnig er hægt að greiða með PayPal með netfanginu payment@mengi.net
♬♫♪◖(● o ●)◗♪♫♬