Tómamengi | Eyrún Engilbertsdóttir & Daniele Girolamo
Eyrún Engilbertsdóttir og Daniele Girolamo munu flytja Marea í Tómamengi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00. Marea, sem þýðir flóð/fjara á ítölsku, er verk sem Eyrún og Daniele hafa þróað saman síðustu vikur og gera þar tilraunir með segulband og ýmis hljóðfæri. Þau hittust við nám í raftónlist í Tónverinu en bakgrunnur þeirra er ólíkur. Áhugasvið þeirra rennur saman í rólegan hljóðheim þar sem spuni kemur við sögu og teygt er á hljóðum með notkun segulbandsins.
Vert er að taka það fram að vegna samkomubanns mun Mengi senda viðburðinn út í gegn um netið og lokað verður á Óðinsgötu á meðan. Fylgist þið með á www.mengi.net, Youtube og Facebook síðu Mengis eða á www.visir.is
Okkur finnst mikilvægt að benda á að yfirvofandi tekjumissir tónlistarmanna getur reynst þeim þungur baggi og því höfum sett upp 3 greiðsluleiðir til að auðvelda áhorfendum að styðja við þá:
Með því að hringja í 901-7111 (1.000 krónur)
Með millifærslu á Kass í númerið 865-3644 (upphæð að eigin vali)
Með PayPal millifærslu á payment@mengi.net (upphæð að eigin vali)
Hefðbundið miðaverð á tónleika í Mengi er 2.000 krónur en listamennirnir þakka kærlega fyrir öll framlög.
- - - - - - - - - - - - - - - -
Eyrún Engilbertsdóttir and Daniele Girolamo will perform "Marea" live in Tómamengi on Thursday, April 16th at 8PM GMT.
The event will be streamed online on Mengi's YouTube and Facebook site, www.mengi.net & www.visir.is
Marea, which means tide, is a piece where they worked experimenting with magnetic tapes, and various instruments. Eyrún and Daniele met while studying electronic music in Tónverið but they come from different backgrounds.
Their interests converge in a calm atmosphere of slow improvisation over lo-fi soundscapes where time-stretching occurs due to the effects of tape.
Photo credit Ómar Sverrisson
We feel like it's important to address the fact musicians are losing their income for an uncertain amount of time so we have set up 3 paying methods for YOU to donate directly to the performers of Tómamengi.
By calling 901-7111 (1.000 ISK)
By the Kass app via number 865-3644 (any amount)
By PayPal via payment@mengi.net (any amount)
Normal ticket fee for a concert in Mengi is 2.000 ISK but we appreciate any amount you feel like or can donate.