Back to All Events

RÖKKURSÖNGVAR OG KVÖLDLJÓÐ

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Hrafnhildur Hafstað og Hjörtur Ingvi Jóhannsson flytja rökkursöngva og kvöldljóð úr ýmsum áttum í Mengi fimmtudagskvöldið 19. október klukkan 21. Miðaverð er 2500 krónur. Hægt er að panta miða á booking@mengi.net eða kaupa við innganginn.

ENGLISH BELOW

Á efnisskránni eru einlæg lög um tunglið og ævikvöldið eftir H. Purcell og F. Poulenc, þjóðlegar hugvekjur í verkum eftir Hjört Ingva sjálfan, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Snorra Sigfús Birgisson og Jórunni Viðar auk seiðandi íslenskra tangóa um töfra næturinnar.

****

Hrafnhildur Hafstað lauk mastersnámi frá Hollensku óperuakademíunni í Amsterdam árið 2015 en hafði áður lokið burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2009. Hún kemur reglulega fram sem einsöngvari hérlendis og hefur einnig komið víða fram í Hollandi, m.a. hjá Hollensku þjóðaróperunni, Nationale Reisopera, á tónleikaferðalagi með Vínartónlist, í Concertgebouw í Amsterdam og á Grachtenfestival í Amsterdam. Á meðal verka sem hún hefur flutt eru Vier letzte Lieder eftir Richard Strauss, Jólaóratorían, Magnificat og Matteusarpassían eftir J. S. Bach, Exsultate Jubilate eftir W. A. Mozart og Gloria eftir Poulenc. Á meðal óperuhlutverka má nefna hlutverk Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós, Fiordiligi í Cosi fan tutte Thérèse í Les mamelles de Tirésias og Alcinu úr samnefndri óperu G. F. Händels.
Hrafnhildur er búsett í Reykjavík og starfar sem söngkona, kennari og útsetjari.


Hjörtur Ingvi útskrifaðist með burtfararpróf í klassískum píanóleik árið 2010 frá Tónlistarskóla FÍH og B.M. gráðu í djasspíanóleik frá Konservatoríinu í Amsterdam 2015. 

Hjörtur er hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, og er virkur í tónlistarlífi landsins, þ.á.m. sem sjálfstæður lagasmiður, útsetjari, í hinum ýmsu hljómsveitum og í leikhúsum. Hann hefur vítt áhugasvið, en hefur síðustu árin einbeitt sér að djass og popptónlist. 

∞∞∞∞∞∞∞

A recital with opera singer Hrafnhildur Hafstað and Hjörtur Ingvi Johannsson piano at Mengi on Thursday, October 19th at 9pm. Nocturnes by Purcell, Poulenc, Hreidar Ingi Thorsteinsson, Snorri Sigfus Birgisson, Jorunnn Vidar and more.
Tickets: 2500 ISK. Order tickets through booking@mengi.net or at the entrance.
House opens at 8:30 pm.