Back to All Events

LANGIR OG LEIÐINLEGIR RAFTÓNLEIKAR STEFÁNS OG JESPERS

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Hljóðgervillinn Buchla Lightning II í aðalhlutverki á löngum og leiðinlegum raftónleikum Jesper Pedersen & Stefáns Ólafs Ólafssonar í Mengi föstudaginn 24. nóvember klukkan 21. Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að panta miða á booking@mengi.net eða kaupa við innganginn.

ENGLISH BELOW

Undir lok síðustu aldar, hugsanlega árið 1997, var sjaldgæfur hljóðgervill af gerðinni Buchla Lightning II fluttur hingað til lands. Fáeinum árum síðar bilaði hann og var settur inn í skáp. Sumarið 2017 var skipt um rafhlöður í honum. 

Til að fagna þessum tímamótum efna Jesper Pedersen og Stefán Ólafur Ólafsson til langra og leiðinlegra raftónleika í Mengi þar sem fyrrnefndur hljóðgervill verður í forgrunni. Lesið verður upp úr notendahandbók hans og hlustað á preset-in. 
Ef tími gefst verður önnur tónlist einnig leikin. 
Smáréttir og kertafleyting að athöfn lokinni. 

Stefán Ólafur Ólafsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk námi í klarinettleik frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar og stundar nú tónsmíðanám við sömu stofnun. 

Stefán hefur einnig lokið framhaldsprófi í tölvutónlist frá Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs, þar sem aðalkennarar hans voru Hilmar Þórðarson, Haraldur V. Sveinbjörnsson og Jesper Pedersen. 
Stefán hefur fengist við fjölbreytt tónlistartengd verkefni, bæði sem flytjandi eða tónsmiður en einnig sem aðstoðarmaður í ýmsum skilningi þess orðs. Auk hreinnar raftónlistar hefur hann m.a. komið að skúlptúragerð, flutningi bæverskrar þjóðlagatónlistar í nokkrum Evrópulöndum, jólalagaútsetningum og vélmennasmíði. 

Jesper Pedersen fæddist í Friðrikshöfn í Danmörku og er nú búsettur í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í tónlist frá Álaborgarháskóla og hefur samið tónlist fyrir akústísk hljóðfæri, rafhljóðfæri, gert innsetningar og fleira. 

Verk hans hafa hljómað víðu um heim, meðal annars á Tectonics Festival, Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Myrkum músíkdögum og Norrænum músíkdögum. Meðal þeirra sem flutt hafa verk Jespers eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ensemble Adapter og Duo Harpverk. 

Jesper er virkur í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R. Þá kennir hann raftónsmíðar við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs. 

www.slatur.is/jesper 
www.soundcloud.com/jespertralala 
https://jesperpedersen.bandcamp.com/releases 

________________


Stefán's and Jesper's long and boring electronic music concert. On November 24th at 9 pm. House opens at 8:30 pm. Tickets: 2000 ISK. Book tickets booking@mengi.net or buy at the door.

By the end of the last century, possibly in 1997, a rare Buchla Lightning II synthesizer was imported to Iceland. A few years later the device broke down and was placed in a closet. In the summer of 2017 the batteries were replaced. 

To celebrate the revival of the Buchla Lightning II Jesper Pedersen and Stefán Ólafur Ólafsson will perform a long and boring electronic concert in Mengi on Friday, November 24th, where the aforementioned synthesizer will be in the forefront. Excerpts from the user manual will be read and the presets played. 
If there is any time left, some other electronic works will be played as well. 
Small dishes and a candle ceremony at the end of the performance. 


Stefán Ólafur Ólafsson was born and raised in Reykjavík. He graduated with a Bachelor degree in clarinet performance from the Iceland Academy of the Arts, where he studied with Einar Jóhannesson. Stefán is currently studying composition at the same institution. 

Stefán also has a graduation degree in computer music from the Kópavogur School of Music, where his main teachers were Hilmar Þórðarson, Haraldur V. Sveinbjörnsson and Jesper Pedersen. 
Stefán has been involved in a wide variety of music projects, both as a performer and as a composer, but also as an assistant in the widest possible meaning of that word. He has for example, apart from making electronic music, worked on sculptures, performed Bavarian folk music around Europe, arranged Christmas songs and built a robot. 

Jesper Pedersen was born in Frederikshavn in Denmark and is now living in the Bay Area of Reykjavík. He holds a master's degree in Music Technology from the University of Aalborg and has composed music for acoustic instruments, electronics, installations and more. 

His work has been performed internationally by the Iceland Symphony Orchestra, Ensemble Adapter, Duo Harpverk et al. at festivals such as: the Tectonics Festival, the Nordlichter Biennale, RAFLOST, Sláturtíð, Dark Music Days and Nordic Music Days. 
Jesper is active in the composers collective S.L.Á.T.U.R. He teaches electronic music composition at the Iceland Academy of the Arts and the Kópavogur Computer Music Center. 

www.slatur.is/jesper 
www.soundcloud.com/jespertralala 
https://jesperpedersen.bandcamp.com/releases

Earlier Event: November 23
ÉG BÝÐ MIG FRAM / 4. SÝNING
Later Event: November 25
ÉG BÝÐ MIG FRAM / 5. SÝNING