Ljótur kemur fram í Mengi fimmtudagskvöldið 3. ágúst klukkan 21.
Húsið verður opnað klukkan 20:30
Miðaverð: 2000 krónur. Hægt er að kaupa miða við innganginn eða í gegnum booking@mengi.net
ENGLISH BELOW
Ljótur er listamannsnafn Arnljóts Sigurðssonar (Arnljótur), sem hefur verið iðinn við kolann í tónlistarsenu Reykjavíkur um árabil og hefur komið fram með ýmiss konar tónlistarverkefnum í óramörgum formum Hann er meðlimur í hljómsveitunum Konsulat, Rafiðn og Ojba Rasta en hann leggur öðrum tónlistarmönnum einnig lið á ýmis hljóðfæri, sé það með russian.girls, Skúla Sverrissyni, Teiti Magnússyn, SJS Big Band o.fl. Auðfundinn er hann í plötuþeytingum á skemmtistöðum sem hliðarsjálfið Krystal Carma.
Þegar Ljótur hóf myndlistarnám opnaðist samtímis gátt inn í heim raftónlistarinnar, þar sem hann fann frelsi til að vera eigin herra í tónlistinni. Undir sínu eigin nafni hefur hann gefið út plöturnar Listauki (2008), Línur (2014), Til Einskis (2015) og Úð (2015). Ljótur maríneraði sig í þýskri raftónlist þeirra Kraftwerk, Cluster og Tangerine Dream en auk þess má heyra innblástur frá íslensku hljómsveitunum Inferno 5 og Evil Madness. Á þessum tónleikum mun Ljótur spila nýja raftónlist. Annars vegar taktvissa og glettna og hins vegar dulúðarfulla og geggjaða.
https://soundcloud.com/ljotur
∞∞∞∞
A concert with electronic artist Ljótur (Arnljótur) at Mengi on Thursday, August 3rd at 9pm.
House opens at 8:30 pm.
Tickets: 2000 isk – at the door or through @booking@mengi.net.
https://soundcloud.com/ljotur
Back to All Events
Earlier Event: July 20
Madonna + Child
Later Event: August 4
Daniel Pioro