Back to All Events

Msea / Kryshe / Francesco Fabris

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Raftónleikar með Kryshe og Msea í Mengi fimmtudaginn 25. janúar kl. 21. Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.000 krónur.

Þúsundþjalasmiðurinn Christian Grothe kemur fram sem Kryshe í fyrsta sinn í Mengi þar sem hann leiðir áheyrendur í gegn um draumkenndan rafhljóðheim. Með trompet og gítar í farteskinu ásamt hljóðgervlum og eigin rödd leyfir hann áheyrendum að loka augunum og finna sig í nýrri vídd. Tónlist hans má lýsa sem lágstemmdri, drafandi og brothættri.

http://facebook.com/kryshemusic
www.kryshe.com

Msea er tónskáldið og söngkonan Maria-Carmela Raso. Í sínum tilraunakenndu tónsmíðum leitast hún við að blanda saman vettvangshljóðritunum, rafhljóðum og rödd þar sem lögin færast frá hávaðatónlist yfir í lágstemmdari tóna, spuna og fagrar melódíur.
Msea kemur alla jafna fram með hljómsveit en í þetta sinn færir hún hljóðfærin frá sviðinu inn í tölvu og útsetur lögin á þann máta. 
Msea býður upp á einstaka upplifun þar sem hver viðburður er ólíkur þeim fyrri.

https://www.facebook.com/mseasik/
www.mariacarmelasounds.com

Francesco Fabris er hljóðlistamaður, framleiðandi og tónskáld sem starfar sem hljóðtæknimaður hjá Greenhouse Studios. Hann vinnur tónlist sína með hljóðgervlum og sýnir gangvirk vídeó samtímis sem hann býr til með forritun.

http://www.francescofabris.com/

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Kryshe is the solo, live and studio project by Christian Grothe. With the use of trumpet, guitar, his voice and electronics he creates colourful soundscapes. Sometimes soft and dreamy sometimes dark and distorted. It is enveloping, minimal music with a fragility that belies its emotional potency. Music to explore and deep listening.

http://facebook.com/kryshemusic
www.kryshe.com

Msea is a project by composer, performer, and vocalist Maria-Carmela. Her original music experiments with elements of the natural and digital world. Melodies are combined with soundscape, noise, improvisation, and often different instrumentation. Sometimes solo, and sometimes a small orchestra, Msea aims to create a new experience with every performance.

https://www.facebook.com/mseasik/
www.mariacarmelasounds.com

Francesco Fabris is a sound artist, producer, composer, multi-instrumentalist, and current audio engineer at Greenhouse Studios. He works with live electronics, interactive sound, AV performances, and video productions. 

http://www.francescofabris.com/

Doors open at 8:30 p.m. Tickets are 2.000 kr.