Úlfur Eldjárn fer gjarnan óvenjulegar og tilraunakenndar leiðir í tónlist sinni. Á tónleikunum í Mengi mun hann bjóða áheyrendum með sér inn í kosmískar víddir nýrrar raftónlistar sem hann er með í vinnslu.
Húsið opnar kl. 20:30. Miðaverð er 2.500 kr.
Úlfur Eldjárn hefur fengist við allt frá poppi, raftónlist og djassi yfir í klassíska tónlist og framúrstefnu. Hann hefur starfað með nokkrum af sérstæðustu hljómsveitum íslenskrar poppsögu, má þar nefna unglingahljómsveitina Kósý, Funkstrasse, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna, Kanada og Trabant. Þekktastur er hann ef til vill sem meðlimur hins goðsagnakennda orgelkvartetts Apparat.
Úlfur hefur samið slatta fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Þar má nefna nýlegt tónspor hans við kvikmyndina InnSæi sem hefur farið sigurför um heiminn og tónlistina í myndlistarþáttunum Opnun. Úlfur hefur oft farið óvenjulegar leiðir sem sólólistamaður: Platan Yfirvofandi var tekin upp eftir lokun í exótískri hljóðfæraverlsun, á Field Recordings: Music from the Ether notaðist hann við óvenjulega hljóðgjafa á borð við slagverksvélmenni, útvarpsbylgjur og miðaldasinfón og Strengjakvartettinn endalausi, er gagnvirkt tónverk þar sem hlustandinn stjórnar sjálfur hvernig tónverkið þróast (hægt er að njóta þess á síðunni infinitestringquartet.com)
Fyrir skemmstu gaf Úlfur út plötuna The Aristókrasía Project, þar sem hann blandar saman hljóðgervlum, lifandi strengjum og slagverki. Platan er einskonar tónverk, eða konseptplata, og fjallar um geimferðir, framtíðarsýnir, sögu vísindanna og ástina á tímum gervigreindar.
ulfureldjarn.com
infinitestringquartet.com
facebook.com/ulfureldjarnmusic
twitter.com/ulfureldjarn
mynd ©Sigtryggur Ari Jóhannsson
————————
Úlfur Eldjárn is known for an unusual and experimental approach to his music. At the concert in Mengi, he will take the audience on a cosmic journey into some of the electronic music that he’s currently working on.
Doors at 8:30 pm. Tickets are 2.500 kr.
Úlfur Eldjárn’s career spans everything from pop, elecctronic music and jazz, to classical and avant-garde music. He’s worked with some of Iceland’s most eclectic bands, such as the teen pop band Kósý, Funkstrasse, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóni, Kanada and Trabant. He’s probably best known as a member of legendary synth cult Apparat Organ Quartet.
Úlfur has also written music extensively for theatre, TV and films, among them a recent soundtrack for internationally acclaimed film InnSæi and the music for Opnun, a notable documentary series on Icelandic visual art. As a solo artist, he’s gone down some unusual and experimental paths: His record Yfirvofandi was recorded after hours in an exotic music store, on Field Recordings: Music from the Ether, he used some unorthodox instruments, such as a robotic drummer, radio signals and a medieval symphonie, and The Infinite String Quartet is an interactive composition where the listener creates his or her own version of the music (try it out oninfinitestringquartet.com)
Recently Úlfur released and album called The Aristókrasía Project, where he fuses analog synths with the sound of live strings and percussion. It’s a concept record about space travel, utopian visions, the history of science and love in the time of artificial intelligence.
ulfureldjarn.com
infinitestringquartet.com
facebook.com/ulfureldjarnmusic
twitter.com/ulfureldjarn
Photo ©Sigtryggur Ari Jóhannsson
Back to All Events
Earlier Event: January 26
Matt Evans :: For Rauder Thradur // MMD 2018 Off Venue
Later Event: January 31
FOSS & Widowed Swan's book launch