Back to All Events

Borgar Magnason

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy Tickets


Come Closer - Borgar Magnason

Miðvikudaginn 5. desember mun Borgar Magnason leika nýtt efni af væntanlegri breiðskífu.

Í apríl 2019 kemur út fyrsta breiðskífa af þremur með tónlist Borgars á vegum plötufyrirtækisins Pussyfoot Records.  Hann leggur þessa dagana loka hönd á plötuna í samvinnu við tónlistarmennina Albert Finnbogason og Howie B  og er efni kvöldsins er tekið af henni.

Borgar Magnason - In Your Eyes: https://www.youtube.com/watch?v=ClAJzidfxsM

Tónleikar hefjast klukkan 21:00 - Miðaverð er 2.500 krónur.

—————————————————————————————————

Borgar hefur verið afkastamikill tónlistarmaður undanfarin ár og samið tónlist fyrir; leikhús, kvikmyndir, dansverk og hljómsveitir af öllum stærðum. Nú í ár var tónlist Borgars við leikritið Föðurinn til að mynda tilnefnt til Tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins.

Líflegur ferill Borgars hefur skipað honum í raðir leiðandi tónlistarmanna þessa lands. Víðtækur áhugi hans fyrir tónlist og tónlistarsköpun spannar allt frá klassískum einleikstónleikum að framúrstefnulegum nútímaverkum með margmiðlunarívafi.

Upphaflega hlaut Borgar þjálfun á klassískan kontrabassa og hóf hann feril sinn sem bassaleikari við sinfoníuhljómsveitir og í fljölbreyttum verkefnum beggja vegna Atlantshafsins. Hann starfaði um skeið sem aðstoðarkennari við hinn virta Juilliard tónlistarháskóla sem og Mannes Collage of Music. Auk þess hefur Borgar haft umsjón með hljómsveitarútsetningu fyrir Andrea Bocelli og ljáð tónlist Sigurrósar sína einstöku tóna.

Hrifning hans á hljóðrænum möguleikum kontrabassans leiddi hann áfram og opnaði ýmsar dyr fyrir fjölbreytt og farsælt samstarf við listamenn úr öðrum greinum svo sem nútímadansara og sjónlistarfólk. Síðari hópurinn vakti með honum slíka ástríðu að úr urðu fljöldamörg samvinnuverk. Má þar nefna kanadíska kvikmyndagerðarmanninn Guy Maddin og langt samstarf hans við Gabríelu Friðriksdóttur.

Borgar hefur þanið ramma eigin sviðs og starfað, spilað og tekið upp með og gert útsettningar fyrir tónlistarmenn úr ýmsum áttum. Howie B, Damien Rice, Brian Eno, Andrea Bocelli, Ben Frost, Sigurrós, Mary j blige og Daníel Bjarnason eru meðal þeirra nafna sem prýða ótæmandi ferilsskrá Borgars.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

On Wednesday December 5th Borgar will play a solo set at Mengi, performing material from his upcoming album.

In April 2019 the first of three albums with the music of Borgar Magnason will be released on the Pussyfoot Records label. He is now finalizing that first LP with the help of musical wizards Howie B and Albert Finnbogason.  The evenings entertainment will be taken off that new album.

Borgar Magnason - In Your Eyes: https://www.youtube.com/watch?v=ClAJzidfxsM

Concert starts at 21:00 - Ticket price: 2.500 krónur.

—————————————————————————————-

Borgar has been very active in the past couple of years and created music for; theatre, cinema, dance and bands of all sizes. This year Borgar's music for the play "Föðurinn" (The Father) was nominated for the Icelandic Music Awards as composition of the year.

Borgar's lively career has made him one of the most prominent artists in Iceland. His extensive interest in music and music making ranges from classic solo concerts to avant-garde modern pieces with multi-media twists.

Originally Borgar learned the double bass and began his career in various symphonies and in various projects on both sides of the Atlantic. He has worked as an assistant teacher at Juilliard and Mannes College of Music. Borgar has also supervised arrangements for Andre Bocelli and played with Sigur Rós.

His fascination with the sonic possibilities of the double bass opened doors to Borgar for collaboration with artists from various disciplines like contemporary dance and visual artists. He has for example worked with film maker Guy Maddin and artist Gabríela Friðriksdóttir.

Borgar has worked closely with a wide arrey of artists such as Howie B, Damien Rice, Brian Eno Andrea Bocelli, Ben Frost, Sigur Rós, Mary J. Blige and Daníel Bjarnasson.