Buy Tickets / Kaupa miða
Að eigin sögn eru Tómas Jónsson og Magnús Jóhann ekki stundvísir menn, en þeir hafa getið sér gott orð fyrir þekkingu á leyndardómum slaghörpunnar. Þar að auki hafa þeir sérstakt dálæti á hljóðgervlum og hljómborðum frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar.
Þann 3. maí leiða þeir saman syntha sína í Mengi í þeim tilgangi að skapa einhverskonar kosmísk efnahvörf. Þeir starfa báðir sem tónlistarmenn í Reykjavík og ef bendla skal þá við stærri menn og konur þá hafa þeir til að mynda unnið með Ásgeiri, Moses Hightower, Memfismafíunni, Sigríði Thorlacius og fleirum.
Árið 2016 gaf Magnús út plötuna Pronto og Tómas breiðskífuna Tómas Jónsson, þeir vinna nú báðir að nýju efni. Á tónleikum þeirra í Mengi munu fimbulorgel reiða fram organíska raftónlist en þeir geta engu lofað um að þeir hefjist á slaginu.
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 kr.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Tómas Jónsson and Magnús Jóhann are not known for their punctuality, but their knowledge of the secrets of the piano is well known. They have also taken a special interest in vintage synthesizers and keyboards from the 70s and 80s.
On the 3rd of May they will join forces at Mengi in order to create a certain kind of a cosmic vibration. They are both working as musicians in Reykjavík and if one is to connect them to greater men and women, then they have for example worked with Ásgeir, Moses Hightower, Sigríður Thorlacius and more. In 2016 Magnús released his album Pronto and Tómas his LP, Tómas Jónsson.
They are both now working on new material. In their concert at Mengi you can expect synthesizers synthesizing electrical music but they can make no guarantee of their punctuality.
Doors at 20:30 - Tickets are 2000 kr.