Back to All Events

Hang Dry / Sigtryggur Berg x Skeleton Horse

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Buy Tickets / Kaupa miða

Útgáfufögnuður Skeleton Horse og Sigtryggs Bergs í Mengi laugardaginn 28. apríl kl. 21 þar sem Harry Knuckles og Sigtryggur Berg flytja eigið efni.

Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 kr. 
Ný vínilplata Sigtryggs fylgir með fyrstu 25 miðunum.
Smáritið Skeleton Horse verður til sölu en 13. útgáfa þess „Hang Dry“ kom út fyrir skemmstu. 

Sigtryggur Berg Sigmarsson er myndlistar- og hljóðlistamaður og hefur ásamt Helga Þórssyni verið meðlimur Stilluppsteypu frá því hljómsveitin var stofnuð árið 1990 og hefur síðan verið í framvarðarsveit íslenskrar raftónlistar- og tilraunasenu, gefið út fjölda platna og komið víða fram.

Sigtryggur nam hljóðlist við Konunglegu konservatoríuna í Den Haag í Hollandi og við Fachhochschule í Hannover, Þýskalandi, á árunum 1998 til 2004. Hann hefur auk starfa innan vébanda Stilluppsteypu gefið út nokkrar sólóplötur hjá útgáfufyrirtækjunum Trente Oiseaux, ERS, Helen Scarsdale Agency, Fire Inc. og Bottrop-Boy. Hann er einnig meðlimur rafhljómsveitarinnar Evil Madness og hefur sýnt og komið víða fram sem myndlistarmaður þar sem hann vinnur með teikningar, málverk og gjörninga.

Síðustu ár hafa verið einkar gjöful á ferli listamannsins Sigtryggs sem hefur frá árinu 2013 sent frá sér á annan tug platna, geisladiska og kasetta; þar má finna samstarfsverkefni Sigtryggs við BJ Nilsen, Almar Stein Atlason, Tom Smith & Franz Graf auk fjölda sólóplatna.

Frímann Frímannsson (Harry Knuckles) er annar stofnandi plötuútgáfunnarLady Boy Records og útgefandi smáritsins Skeleton Horse. Hann er þekktur fyrir að nota skemmtilega takta, lúppur, skyndilegar þagnir og ærandi hávaða í flutningum sínum þar sem tekknóið nær inn að iðrum og leitast við að því að hreyfa við, ögra og endurskilgreina hugmyndir hlustandans á tónlist. Harry Knuckles hefur komið fram hér á landi, í Sloveníu, Kroatíu, Taílandi, Japan og Malasíu í listagalleríum, yfirgefnum verksmiðjum, bíóhúsum og bátum. Tónlist hans hefur komið út hjá FALK Records, Bónus Plötur, MyrkfælniPlacenta Recordings & Erðanúmúsík.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Sigtryggur Berg's debut LP 'I Say to You' is out and the 13th edition of the notorious Skelton Horse zine 'Hang Dry' is fresh from the printers. 
We celebrate the releases in Mengi on April 28th at 21:00 where Harry Knuckles and Sigtryggur Berg perform their own material.

Doors at 20:30 - Tickets are 2.000 kr. 
A copy of the new LP comes with the first 25 tickets.

Sigtryggur Berg Sigmarsson (b. 1977) is an Icelandic musician and sound artist, founding member of Stilluppsteypa. Sigmarsson was born in Akureyri, Iceland and studied sound art at the Fachhochschule in Hannover, Germany from 1998 to 2003. 

Apart from being a member of Stilluppsteypa, he released a number of solo albums in early 2000s on such labels as Trente Oiseaux, ERS, Helen Scarsdale Agency, Fire Inc. and Bottrop-Boy. He is also a member of 'laptop orchestra' Evil Madness. 

After a long break in solo career, Sigtryggur started releasing solo records again in 2013, and already published over a dozen of albums on CDr, cassettes and LP, mostly for a reanimated Some label (used to be a sub-label on defunct Fire Inc., now operating separately). Among new albums there are also collaborations with BJNilsen, Franz Graf, Tom Smith from USA and Malneirophrenia trio in Iceland.

About the album:
Sigtryggur Berg Sigmarsson - I Say to You
Originally released as an extremely limited cassette in June 2014, this fantastic material is finally making its debut on vinyl. Recorded live on a hot summer afternoon in Ghent (using voice, guitar amplifier, and tape recorders) Sigtryggur’s gorgeous ethereal moans seamlessly move between deep meditation and schizo rhythm. Not to be missed.

http://radicaldocuments.com/

Frímann Frímannsson (Harry Knuckles) is an Icelandic artist, record producer, publisher, DJ and a founder of Lady Boy Records and Skeleton Horse. He brings you scrambled collages of smashed beats, abrupt breaks, loopy loops and screwed samples that build into a rolling thunder of noise and visceral techno that seeks to disturb, rearrange and expand the listener’s ideas on music. Harry Knuckles has performed in Iceland, Slovenia, Croatia, Thailand, Japan and Malaysia in venues ranging from art galleries, squats, abandoned factories, theatres and boats. He has released music on his own label as well as on FALK Records, Bónus Plötur,MyrkfælniPlacenta Recordings and Erðanúmúsík.