Back to All Events

Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy Tickets

Sumartónleikar með Ólöfu Arnalds og Skúla Sverrissyni í Mengi laugardagskvöldið 20. júlí.
Viðburðurinn hefst klukkan 21.

Húsið verður opnað klukkan 20:30.
Miðaverð: 2.500 krónur.

Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014). Hún kemur reglulega fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin.

Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld, hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Eyvind Kang, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Lou Reed, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla, Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen, var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna (Nordic Music Prize) og hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar (honourable mention).

Skúli er einn af stofnendum Mengis og listrænn stjórnandi staðarins.

 ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Ólöf Arnalds is a multi-instrumentalist and a composer with an exceptional voice. She has released four acclaimed albums. She has been active within the Icelandic music scene since the early 2000s. She was a touring member of múm for five years from 2003 before launching her solo career. She has collaborated with bands and artists such as BjörkStórsveit Nix NoltesMugisonSlowblow and Skúli Sverrisson.

Over the past two decades, bass guitarist-composer Skúli Sverrisson has worked with a veritable who’s who of the experimental world, from free jazz legends Wadada Leo Smith,  to music icons Lou Reed and composers Ryuichi Sakamoto, Johann Johannsson and Hildur Guðnadottir. Skúli Sverrisson is one of Mengi's founding members and the artistic director.

At Mengi they will perform a variety of their own compositions for guests on this late summer evening. 

Doors at 20:30 - Tickets are 2.500 krónur.