Sölvi Kolbeinsson (Ísland) - saxófónn
Mark Pringle (England) - píanó
Felix Henkelhausen (Þýskaland) - bassi
Magnús Trygvason Elíassen (Ísland) - trommur
Sölvi kynntist enska píanóleikaranum Mark Pringle og þýska bassaleikaranum Felix Henkelhausen í Jazz-Institut Berlin eftir að hann hóf nám þar haustið 2015. Allt frá því hafa þeir unnið mikið saman í fjölbreyttum verkefnum. Sölvi og Felix spila saman í hljómsveitinni Volcano Bjorn sem hefur haldið fjölda tónleika í Þýskalandi auk þess að koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sumarið 2017. Sölvi og Mark hafa komið fram sem dúó, með kvintett Mark Pringle og kvintett Felix Henkelhausen í Berlín auk þess að hafa spilað saman í Finnlandi með kvartett enska bassaleikarans Hayden Prosser, Tether. Sölvi og Magnús kynntust í íslensku tónlistarsenunni og hafa unnið mikið saman síðustu ár. Þeir byrjuðu að spila saman sem dúó árið 2015 og hafa meðal annars haldið fjölda tónleika á tónleikastaðnum Mengi.
Á þessum tónleikum koma þeir fram ásamt gestum úr islensku tónlistarsenunni. Tónlistin verður með frjálsara móti.
Húsið opnar kl. 15:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 - Miðar: 2.000 kr.
Back to All Events
Earlier Event: August 25
Independent Party People
Later Event: August 26
Independent Party People