Kaupa miða / Buy Tickets
rauður og Andy Svarthol í Mengi 4. janúar // The Vidarson’s Takeover
rauður ætlar að nýta tækifærið meðan hún er á landinu og skella í tónleika, ásamt bræðradúóinu Andy Svarthol, sem eru einmitt bræður hennar.
rauður er listamannsnafn tónlistarkonunnar og pródúsentsins Auðar Viðarsdóttur. Auður og Egill, annar helmingur Andy Svarthol, voru áður í hljómsveitinni Nóru.
rauður býr nú og starfar í Malmö í Svíþjóð, og vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu sólóbreiðskífu sem væntanleg er snemma á næsta ári. Undanfarið hefur hún komið fram á þó nokkrum tónleikum og tónlistarhátíðum í Malmö við góðar undirtektir. Samhliða því starfar hún að því að byggja upp alþjóðlega, femíníska kollektívið Synth Babes, ásamt tónlistarfólki frá m.a. Svíþjóð, Ástralíu og Mexíkó. Synth Babes stoppuðu einmitt stutt við á Íslandi í sumar til að halda tónlistarhátíðina Synth Babes Fest á Loft í Reykjavík, í samstarfi við Stelpur rokka!
Tónlist rauðar er hægt að lýsa sem elektró-akústísku landslagi með hæðum, lægðum og víðáttum úr hljóðgervlum, sömplum og óhefðbundnum töktum, þar sem angurværar söngmelódíur svífa yfir vötnum - stundum fljótandi í ólgusjó eða fjúkandi um í ævarandi heimsendi, stundum á sveimi langt úti í geimi.
Talandi um geim! Tónleikagestir mun fá í hendurnar hvorki meira né minna en sérstaka forútgáfu af næsta lagi rauðar sem ber heitið “Tunglið”, og kemur formlega út í lok janúar.
Andy Svarthol er tilraunakennd hávaða/draumpopps (e. experimenal noise/dream pop) hljómsveit úr Vesturbæ Reykjavíkur, en þeir eru einnig að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu.
Tónlistarstefna og stíll Andy Svarthol eru síbreytileg, en í dag teygir hljóðheimur hljómsveitarinnar sig frá glaðbjörtu indí-poppi yfir í tilraunakennt hávaðarokk. Melódískur hljómborðsleikur er soðinn saman við gítar og hljóðgervla, undir samsöng bræðranna.
rauður:
https://soundcloud.com/rauduraudur
https://www.youtube.com/watch?v=CinuaZcYcvA
www.facebook.com/rauduraudur/
www.instagram.com/rauduraudur/
Andy Svarthol:
https://soundcloud.com/andysvarthol
https://facebook.com/andysvarthol
--------------
rauður is the stage name of Icelandic musician and producer Auður Viðarsdóttir. The dudes in Andy Svarthol are her brothers Egill and Bjarki.
Auður and Egill are former members of Nóra, a renown band active in Iceland’s music scene a few years back.
rauður is currently based in Malmö, Sweden, where she has joined forces with the feminist electronic music collective Synth Babes, who are busy planning album releases, showcases and festivals around the world in the coming months.
The past years, rauður has slowly but surely developed her own sound, merging electronic and acoustic elements into a ethereal soundscape. Perhaps in harmony with the sound of her name, which is completely intangible for people who don’t speak Icelandic.
Her celestial voice weaves together with eccentric beats and captivating melodies that take us through highs and lows, while the accompanying Icelandic lyrics tend to shed forth different types of disasters – sometimes pretty, sometimes crude - always fascinating.
Guests of this Mengi show will receive a VERY special pre-release of her upcoming single “Tunglið” (“The Moon”), to be formally released at the end of January. rauður’s album is expected in spring 2019.
Andy Svarthol consists of brothers Egill and Bjarki Viðarsson, who began making music together after Nóra entered a state of hiatus.
While the bands musical direction and style is ever-changing, Andy Svarthol’s current sound ranges from upbeat pop to experimental noise rock. They combine melodic keyboard playing with distinct guitar and synthesizer sounds to compliment the brothers’ harmonizing vocals. They are working on their first full length album as well.
“Just when we thought Reykjavík’s music scene had been completely taken over by hip-hop and ethereal electronica, post-psychedelic soft-rockers Andy Svarthol arrive with a playful yet incredibly sophisticated debut song called ‘Írena Sírena’ ...” - Reykjavik Grapevine
Doors 20:30 - Show starts 21:00 - Tickets 2000kr