Kaupa miða / Buy Tickets
Tónlistarkonan Josephine Foster mun koma fram í Mengi miðvikudaginn 9. janúar en þetta er í þriðja sinn sem hún á stefnumót við Gyðu Valtýsdóttir á Óðinsgötunni. Í tónlist þeirra renna saman margir tímar og heimar enda hafa þær komið víða við í tónlistarsköpun sinni og tilraunum.
Josephine Foster er frá Colorado í Bandaríkjunum og drakk í sig gömul amerísk þjóðlög, gældi um tíma við að verða óperusöngkona en hóf eigin sólóferil árið 2000 með plötunni There are Eyes Above. Plötur hennar eru nú orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Faithful Fairy Harmony kom út í nóvember síðastliðinn. Á meðal ótal samstarfsmanna hennar í gegnum tíðina má nefna Keiji Heino, Michael Hurley, Sonny Simmons, Chris Scruggs, the Cherry Blossom og Victor Herrero svo einhverjir séu nefndir.
Gyða Valtýsdóttir hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm - sökkti sér síðar í klassískan sellóleik í námi í Pétursborg og Basel. Á meðal samstarfsmanna hennar má nefna Shahzad Ismaily, Julian Sartorius, Colin Stetson, Ben Frost, A Winged Victory for the Sullen, Efterklang, Dustin O’Halloran, Damien Rice, Ragnar Kjartansson, Hilmar Jensson, Skúla Sverrisson o.fl.
Húsið verður opnað klukkan 20. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð: 2.500 krónur.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
On Wednesday, January 9th.
Dear gentlewomen & men
heartfully welcome
Josephine Foster & Gyða Valtýsdóttir
will play odes & airs of earthly delights
& otherearthly notion potions
for hearts free fall in
Doors open at 20:00 - Concert starts at 21:00 - Tickets: 2500 ISK