Kaupa miða / Buy Tickets
Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlistarhátíðina „Norður Og Niður“ sem haldin var af meðlimum Sigur Rósar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, tölvu og hljómborð, Róbert Sturla Reynisson á gítar og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur.
Meðlimir hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum ljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Þeir beina nú stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum. Auk spunatónlistar flytur tríóið tónlist úr ranni Eiríks þar sem form og uppbygging verða til í meðförum meðlima. Tónlistin er innhverf og slagþung blanda af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við. Þó hún sé nútímaleg í vissum skilningi er melódía og formfegurð í fyrirrúmi.
Fyrsta plata tríósins kom út í september 2019 á vegum Reykjavík Record Shop. Platan, sem ber nafnið Days of Tundra var tekin upp í stúdíói Alberts Finnbogasonar í Iðnó og annaðist sá hinn sami upptökustjórn og hljóðblöndun.
Platan verður til sölu fyrir og eftir tónleikana í Mengi.
Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð er 2.500 kr.
~ ~ ~ ~ ~ ~ ~ ~
hist og was founded in 2017 to compose and perform new music for Sigur Rós’ Norður og Niður festival. Its members are Eiríkur Orri Ólafsson on trumpet, keyboards and electronics, Róbert Reynisson on guitar and Magnús Trygvason Eliassen on drums.
Throughout the years, the trio’s members have found themselves on stage with the experimental pop groups Múm, amiina and Sin Fang. Apart from that, they have sordid histories of performing jazz and improvised music with Iceland’s most prominent musicians.
Reflecting their unique background, the trio’s music is a mix of introverted and slow-heaving electronica, improvised music and twitchy new age.
The trio’s first album, Days of Tundra was released in September 2019 by Reykjavík Record Shop. The album will be for sale at Mengi before and after the concert.
The house opens at 8:30pm | The event starts at 9pm | Tickets: 2.500 kr.