Við fögnum glæsilegri listaverkabók um GJÖFINA TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU í Mengi n.k. miðvikudag.
—
Uppákomur, matur og guðaveigar í boði.
Halldór Björn Runólfsson spjallar við Kristínu Guðnadóttur listfræðing og Arnar&Arnar hönnuði um gerð bókarinnar. Óvæntar uppákomur & léttar veitingar úr Eldhúsi grænkerans.
DJ Motherfunker sér um tónlistina.
Bókin verður á sérstöku tilboðsverði í útgáfuhófinu.
Verið hjartanlega velkomin að fagna með okkur í Mengi, Óðinsgötu 2 miðvikudaginn 13. nóvember frá kl. 16:30 — formleg dagskrá hefst kl. 17:00.
—
GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU er veglegt rit sem fjallar um öll verkin 147 sem tilheyra gjöf Ragnars Jónssonar í Smára til Alþýðusambands Íslands. Gjöfin, sem hefur að geyma verk eftir marga af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar, varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ 1961. Þetta er í fyrsta sinn sem stofngjöf Ragnars í Smára kemur út á bók sem ein heild.
Það er Listasafn ASÍ sem gefur bókina út, Elísabet Gunnarsdóttir safnstjóri ritstýrði verkinu, Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur ritaði grein í bókina um verkin í stofngjöfinni og velgjörðarmanninn Ragnar í Smára og valdi texta með nokkrum verkanna. Sarah M. Brownsbergar þýddi allt efni bókarinnar á ensku, Vigfús Birgisson ljósmyndaði verkin og Arnar & Arnar hönnuðu útlit.
Back to All Events
Earlier Event: November 12
SMENGI #8
Later Event: November 14
Möntrukvöld