Verið velkomin á opnun Unu útgáfuhúss í Mengi miðvikudaginn 6. mars kl. 20. Fagnað verður stofnun bókaforlagsins og fyrstu útgáfu hennar, Undir fána lýðveldisins eftir Hallgrím Hallgrímsson. Í bókinni segir frá dvöl Hallgríms á Spáni í lok fjórða áratugarins. Þar barðist hann með Alþjóðasveitum gegn fasistum í spænska borgarastríðinu. Bókin kom fyrst út árið 1941 en hefur verið ófáanleg um árabil. Bókin kemur nú út með ítarlegum eftirmála um ævi og störf Hallgríms.
Dagskrá kvöldsins:
Örvar Smárason (Múm, Fm Belfast) leikur tónlist af sólóplötu sinni, leikkonan Þuríður Blær leikles brot úr Undir fána lýðveldisins og skáldavinir Unu lesa úr eigin verkum: Elísabet Jökulsdóttir, Jónas Reynir Gunnarsson, Júlía Margrét Einarsdóttir og Brynja Hjálmsdóttir.
Boðið verður upp á fljótandi veigar, þar á meðal bjór í boði KEX Brewing.
Undir fána lýðveldisins verður á sérstöku tilboðsverði: 3000 kr. Athugið að einungis verður hægt að greiða með reiðufé eða millifærslu.
Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn.
Back to All Events
Earlier Event: March 3
ALLT ER ÓMÆLIÐ | Tumi Árnason + Magnús Trygvason Eliassen
Later Event: March 7
Physical Cinema Fest in Mengi