Back to All Events

Kjartan Sveinsson & Skúli Sverrisson

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kjartan Sveinsson & Skúli Sverrisson - English below

Sumardeginum fyrsta verður fagnað í Mengi með tveimur kanónum, þeim Kjartani Sveinssyni og Skúla Sverrissyni. Hvor fyrir sig hafa þeir átt fádæma farsælan feril þar sem þeir hafa spilað á ólík hljóðfæri, ferðast um heiminn með tónlist sína og unnið að fjölbreytilegum verkefnum þvert á alla miðla með frábæru samstarfsfólki. Undanfarna mánuði hafa þeir Kjartan og Skúli unnið að upptökum á nýrri plötu sem markar upphaf samstarfs þeirra sem dúett þar sem Kjartan leikur á píanó og Skúli á bassa. Tónlistin er öll frumsamin sérstaklega fyrir þetta verkefni og verður um frumflutning að ræða á hluta hennar þetta rafmagnaða kvöld.

Kjartan Sveinsson er best þekktur fyrir verk sín með hljómsveitinni Sigur Rós, ekki síst fyrir áleitnar píanómelódíur. Eftir að hann sagði sig úr Sigur Rós sneri hann sér alfarið að að tónsmíðum og margvíslegum listtengdum verkefnum, svo sem leikhúsverkum, tónlist fyrir kvikmyndir, innsetningum og framleiðslu kvikmynda svo fátt eitt sé nefnt. Af verkum Kjartans mætti nefna Stríð og Der Klang der Offenbahrung des göttlichen með Ragnari Kjartanssyni og tónlistina við Eldfjall og Síðasta bæinn eftir Rúnar Rúnarsson. Kjartan hefur einnig látið til sín taka sem upptökustjóri. Ber þar helst að nefna upptökustjórn á sveinsstykki Ólafar Arnalds, Við og við og stórvirkið I must be the devil með Kristínu Önnu en báðar plöturnar hafa vakið mikla athygli.

Skúli Sverrisson átti fyrst erindi í tónlist sem bassaleikari, en á síðustu þremur áratugum hefur hann byggt upp einstakan feril sem byggir á eigin tónsmíðum og flutningi eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna í fremstu röð, mest í New York. Auk þess að spila á margvísleg hljóðfæri hefur Skúli náð að mynda sér einstaka rödd á sitt hljóðfæri, sem líkist helst heilli strengjasveit í meðfórum hans. Af samstarfsfólki Skúla mætti nefna Bill Frisell, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Blonde Redhead, Megas, Laurie Anderson, Víking Heiðar Ólafsson, Ólöfu Arnalds og Ham.

Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð er 2.500 krónur.

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

In Mengi we will celebrate the first day of summer with two important artists, Kjartan Sveinsson and Skúli Sverrisson. They have both had exceptionally successful careers, playing multiple instruments, travelling the world with their music and worked on a variety of projects across mediums with prominent artists. For the last few months Kjartan and Skúli have have been recording a new album which marks the beginning of their collaboration as a duet where Kjartan plays the piano and Skúli the bass. All the music is written especially for this project and will some of it be premiered this electrifying evening.

Kjartan Sveinsson is best known for his work with the rock band Sigur Rós, where his souring piano melodies caught world wide attention. After leaving Sigur Rós Kjartan has focused entirely on composition and art related projects, such as theatre pieces, film scores, installations and the production of films. To mention some of Kjartan’s work he has written new music for Ragnar Kjartansson’s War and Der Klang der Offenbahrung and film scores for Rúnar Rúnarsson’s Eldfjall (Volcano) and Síðasti bærinn í dalnum (The Last Farm in The Valley). Kjartan has also worked as a record producer. He produced the debut of Ólöf Arnalds, Við og við, and Kristín Anna’s triumph I must be the devil which came out this year. Both records that have caught a lot of attention in Iceland and internationally.

Skúli Sverrisson first entered music as a bass player, but in the last three decades he has built a unique career based one hand on performing his own compositions, the other hand on a variety of collaborations with a broad spectrum of leading international artists, mostly in New York. Besides playing multiple instruments Skúli has created a unique voice on his main instrument, that sounds almost like a full string ensemble when he plays. To name a few Skúli has collaborated with Bill Frisell, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Blonde Redhead, Megas, Laurie Anderson, Víkingur Ólafsson, Ólöf Arnalds and Ham.

Doors at 8:30 | Tickets are 2.500 krónur.