Back to All Events

Pétur Eggerts: Electronic Music For People and Other Objects

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Pétur Eggerts leiðir saman allskonar fólk og aðra hluti og gefur sýnishorn af verkum samin á síðustu misserum. Verkin eru mennskar raflagnir og forritaðar hljóðhreyfingar. Flytjendur umbreytast í rafala og framleiða hljóð eða önnur efni sem ferðast um margvídda leiðslur. Teikningar, skór og youtube myndbönd eru flytjendur og hljóðfæri í bland við öll önnur efni rýmisins. Engin er goggunarröðin á manneskjum, tölvum eða hinum, öll stjórnum við hvert öðru á einn hátt eða annan - hringrásin er óstöðvandi.

Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð er 2.000 kr.

Pétur Eggertsson er Reykvískt tónskáld, búsettur í Oakland, Californiu. Tónsmíðar hans fara þvert á listgreinar en hann rannsakar hvernig önnur efni en hljóð geta nýst í tónlist, m.a. mynd, hreyfing, konsept o.fl. Myndlist, leikhús og aðrir heimar blandast við tónlistina og bætta við nýrri vídd, umfram hljóð og samhljóm. Hann hefur gert þverfaglegar tilraunir með hljóðfæri, notkun tækni og gagnvirkni og þróað nýjar tegundir nótnaskriftar. Verk hans leitast við að afbyggja hlutverk flytjandans, rannsaka hlutverk skora og að gera myndræna þætti að sjálfstæðu tónefni. Hann útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og hóf sama ár framhaldsnám í tónsmíðum við Mills College í Oakland, Kaliforníu hjá John Bischoff, Laetitiu Sonami og Zeenu Parkins. Pétur er meðlimur í GEIGEN, Lion’s Cubs og Skelkur í bringu

www.petureggerts.com

Fram koma:
Agnes Eyja Gunnarsdóttir
Bergur Thomas Anderson
Brynja Hjálmsdóttir
Jesper Pedersen
Pétur Eggertsson
Tumi Árnason
Þórdís Gerður Jónsdóttir

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Pétur Eggerts gathers all kinds of people and other objects to present a sample of pieces composed in the last year or so. The pieces are human circuits and programmed movements of sound. Performers become generators which produce sound or other materials which travel through multidimensional wiring. Sketches, shoes and youtube videos are performers and instruments together with all materials in the space. There is no hierarchy between humans, machines or others, we all control each other in one way or another - the circuit is eternal.

Doors open at 8.30pm | Tickets are 2.000 kr.

Pétur Eggertsson is a composer from Reykjavík, currently based in Oakland, California. His compositions have cross-disciplinary results and research how other materials than sound, like images, motions and scents can be used in the act of making music. Visual art, theatre and other practices blend with the music and add new dimensions, beyond sound and harmony. His experiments include extended uses of instruments, technology and interactivity, non-traditional and original scores and the interplay of movement and sound. His pieces deconstruct the role of the performer and non-sonic elements become independent musical material. He graduated with a BA degree in composition from the Iceland University of the Arts in 2018 and enrolled that same year in the MA program in composition at Mills College where he studies with profs. John Bischoff, Laetita Sonami and Zeena Parkins. Pétur is a member of GEIGEN, Lion’s Cubs and Skelkur í bringu.

www.petureggerts.com

Performers are:
Agnes Eyja Gunnarsdóttir
Bergur Thomas Anderson
Brynja Hjálmsdóttir
Jesper Pedersen
Pétur Eggertsson
Tumi Árnason
Þórdís Gerður Jónsdóttir

Earlier Event: June 13
Anthony Pateras
Later Event: June 16
Ambient Sunday in Mengi