ATH Tónleikarnir hafa verið fluttir.
Nú kl. 23:15 í Norðurljósum, Hörpu, 101 Reykjavík
Hans-Joachim Roedelius hefur um áratugaskeið verið í forystusveit sveimkenndrar raftónlistar og haft ómælanleg áhrif á tónlistarmenn á öllum aldri og um allan heim. Þessi síspræki 85 ára gamli meistari, sem hóf ferilinn með sveitunum Cluster og Harmonia á áttunda áratugi síðustu aldar, heldur áfram að hrífa og koma á óvart en undanfarin ár hafa verið honum með eindæmum gjöful og skapandi. Á björtu síðkvöldi býður Roedelius í enn eina óvissuferðina, ævintýralegan hljóðleiðangur ásamt öðrum listamönnum hátíðarinnar.
Handhafar hátíðarpassa fá helmingsafslátt af miðaverði á utandagskrártónleikana í Mengi, en fullt miðaverð er 3.000 kr.
Dagskrá
Roedelius: Verk og spuni
Listafólk
Roedelius, Yura Lee, Víkingur Ólafsson