Back to All Events

Una útgáfuhús kynnir: Ljóðakvöld til heiðurs Arnfríði Jónatansdóttur

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Miðvikudaginn 26. júní verður efnt til ljóðakvölds til heiðurs Arnfríði Jónatansdóttur, fyrsta kvenkyns módernistanum á Íslandi og gleymdu atómskáldi, en nýlega var hennar eina ljóðabók, Þröskuldur hússins er þjöl, endurútgefin af Unu útgáfuhúsi. Dagskráin fer fram í Mengi á Óðinsgötu 2 á milli kl. 20-22. Frítt er inn og allir velkomnir.

Dagskráin hefst með stuttu spjalli:
- Vilborg Dagbjartsdóttir ræðir um vinkonu sína Arnfríði Jónatansdóttur og les eftir hana vel valið ljóð.

Síðan stíga fimm skáld á svið og lesa ljóð bæði eftir sjálfa sig og Arnfríði:
- Linda Vilhjálmsdóttir
- Fríða Ísberg
- Bergþóra Snæbjörnsdóttir
- Brynja Hjálmsdóttir
- Gerður Kristný

Þröskuldur hússins er þjöl verður til sölu á litlar 2.800 kr.

Um Arnfríði Jónatansdóttur:
Þröskuldur hússins er þjöl kom út í takmörkuðu upplagi árið 1958 og hefur verið ófáanleg síðan. Skáldskapur Arnfríðar er beittur en meitlaður og í honum leynast óvenjulegar og sterkar myndir. Gjarnan er yrkisefnið sótt í samtíma Arnfríðar, til að mynda í verkamennsku, braggabyggðir, yfirvofandi stríð og átök við skáldskapinn, en samhliða því er hún forn í máli og á í samræðum við aldnar hefðir skáldskapar. Ljóð Arnfríðar sættu tíðindum, því segja má að hún hafi verið fyrsti kvenkyns módernistinn sem tók virkan þátt í formbyltingu ljóðsins. Með réttu ætti Arnfríður að vera hyllt í íslenskri bókmenntasögu fyrir færni sína á ritvellinum og sem eina kvenkyns atómskáldið, þó raunin sé sú að oftar en ekki hefur verið gengið fram hjá henni. Endurútgáfa Þröskuldur hússins er þjöl er tilraun til þess að endurmeta þetta merka skáld og hefja skáldskap hennar til vegs og virðingar. Í endurútgáfu bókarinnar er einnig viðtal við Arnfríði og inngangur eftir Soffíu Auði Birgisdóttur.

Viðburðurinn er styrktur af Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO.

Later Event: June 27
Hönnuson